Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 28

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 28
58 LÆKNABLAÐIÐ uðu starfrænu truflana eru oft og tíðum þunglyndiseinkenni frá dultaugakerfinu, og fjöldi þeirra sjúklinga, sem hlotið hafa ýmiss konar vandræða- sjúkdómsgreiningu svo sem „vorþreyta", „vitamínskortur“, „ofþreyta“, „bólga í hjarta- taugunum“ o. s. frv., er fvrst og fremst haldinn þunglynd- issjúkdómi. Þegar sjúklingarnir koma til geðlækna, hafa þeir því vana- lega gengið langa píslargöngu milli hinna óliklegustu sér- fræðinga. Sjúkdómsgreiningin ætti þess vegna að vera reist á jákvæðum einkennum en ekki „per exclusionem“. Ef læknar gerðu sér ljós þau grundvall- areinkenni, sem áður voru rakin, myndi það spara mörg- um sjúklingi þung og erfið spor og þjóðfélaginu mikinn kostn- að. Öruggust er, að dómi flestra geðlækna, hin svo kallaða „he- haviour-diagnostics“, þ. e. at- hugun á hátterni sjúklingsins í heild, einkanlega hvað snertir svipfar og líkamsburð, þar sem hún veitir að jafnaði meiri upplýsingar um ástand sjúkl- ingsins en frásögn hans sjálfs. „Analysis feature by feature is less informative than a single glance,“ sagði enski geð- læknirinn Mapother. Mikilvægt er að liafa í huga, að þunglyndissjúklingar eru sjaldnast grátandi eða jafnvel hryggir á svip og neita oft og tíðum þunglyndi við heinar spurningar, þótt þeir hins veg- ar láti í ljós kvartanir um hugs- anaerfiðleika og framtaksleysi. Einfaldar spurningar geta þá leitt menn á sporið, t. d. um svefntruflanir og dægursveifl- ur eða önnur áðurnefnd ein- kenni þunglyndis. Meðferð. Meðferð þunglyndissjúk- dóma er í stórum dráttum þrenns konar: 1) ECT, 2) lyfjameðferð og 3) geðlækning (psychotherapia). Meðferðin er mismunandi eftir því, hvers konar þung- lyndistegund um er að ræða. Við depressiones endogenes er ECT enn þá langöruggasta meðferðin, þótt ekki sé hún einhlít fremur en aðrar með- ferðir i læknisfræðinni. A ráðstefnu geðlækna um þunglyndissjúkdóma í Mon- treal 1959 kom greinilega fram, að þrátt fyrir kynstur nýrra lvfja, sem komið hafa á mark- aðinn undanfarið, liefur ECT reynzt áhrifaríkasta meðferð- in, þegar sjúklingarnir eru vendilega valdir. Þessari meðferð hefur ver- ið heitt síðan 1938, þegar Ital- arnir Cerletti og Bini hófu liana fvrstir lækna. Tækn- in við meðferðina hefur á síðustu áratugum tekið mikl-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.