Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 29

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 59 um stakkaskiptum, einkum eftir að farið var að nota sam- tímis svæfingu og vöðvaslök- un. Hún er algerlega hættu- laus í æfðum höndum, og jafn- vel sjúklingar, sem hafa liaft infarctus cordis, hafa þolað liana með ágætum. Yfirstand- andi kransæðastífla er talin eini meinhugur á meðferðinni, og er því nákvæm hjartarann- sókn nauðsynleg, áður en með- ferð er hafin. Meðferðin er fyrst og fremst „empírisk“, en talið er sennilegt, að verkunin sé bundin við diencephalon- hypophysis-kerfið. Meðferð þessi er notuð sem stöðluð (standard) meðferð á öllum geðveikrahælum og geð- lækningadeildum á Vestur- löndum. Nákvæmar sálfræði- legar rannsóknir á afleiðing- um hennar birtust árið 1961 frá Institute of Psychiatry i London, og fundust þar engar markverðar, sálfræðilegar hreytingar aðrar en minnis- truflanir, sem oftast hurfu eft- ir 3—4 vikur. Hér á landi hef- ur þessi meðferð áður valdið talsverðum deilum, og hafa þær sennilega rýrt gildi henn- ar í augum lækna og leik- manna. En þótt ECT kunni að i) Notkun rafmagnshögga i lækningaskyni er þó engan veginn nýtt fyrirbæri i lækhisfræðinni, þar sem högg hrökkálsins hafa ver- ið notuð um alda raðir bæði gegn reynast tízkufyrirbæri,1) eins og margar aðrar meðferðir i læknisfræðinni, er hún þó eins og nú standa sakir áhrifarík- asta og tiltækilegasta meðferð, sem völ er á við depressiones endogenes. Við depressiones exogenes er geðlækning og lyfjameðferð lieppilegustu aðgerðirnar. í flestum tilfellum er djúp geð- lækning ekki nauðsynleg. Mestu máli skiptir að halda sambandi við sjúklinginn með endurteknum viðtölum og láta hann tala um vandamál sín. Mikilvægt er þá að gera sjúkl- ingnum ljóst, og gildir það einnig um depressiones endo- genes, að honum muni batna sjúkdómurinn, hversu svart- sýnn sem liann kann að vera, en hvers konar almenn upp- örvun og fortölur um að rífa sig upp úr framtaksleysinu eru venjulega gagnlausar og gera jafnvel illt verra, þar sem þær auka einungis á vanmetakennd og sektartilfinningu sjúklings- ins. Þunglyndissjúklingar verða að jafnaði að þola mikinn mis- skilning af liálfu vandamanna sinna, vinnuveitenda og jafn- vel lækna, þar sem einkenni þeirra brjóta i hága við við- geðsjúkdónium og öðrum kvillum, en hrökkállinn kvað geta gcfið frá sér 80 volta straum og sumar teg- undir iians jafnvel 000 volta!

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.