Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 39

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ G7 ast liafa misst heyrnina af völd- um hennar.1) Að öðru leyti er trúlegt, að munurinn — umfram það, sem rekja má til aukningar fólks- fjölda, — stafi aðallega af van- talningu á fyrra tímahilinu vegna ófullkominnar aðgrein- ingar meðfædds og áunnins lieyrnarlevsis. Erþá komið að þriðja flokkn- um (B), en ætla má, að flestir þar laldir hafi fæðzt án heyrn- ar og sérstökum grun um ætt- arfylgju sé þó ekki til að dreifa. Ljóst er, að fram til 1940 er ekki um svo áberandi samband að ræða milli fjölda slíkra fæð- inga og faraldra af rauðum hundum, að vænta hefði mátt, að það vekti athygli. Að vísu höfðu þrjú heyrnarlaus hörn (auk fjölskyldutilfellis) fæðzt 1916, siðara ár faraldursins 1915—1916, og önnur þrjú 1927, að afloknum faraldrinum 1925 —1926 (sbr. þó síðar). En þar á móti kemur, að ekki er kunn- ugt um neinar slíkar fæðingar í sambandi við faraldurinn 1906 -—1907 og 1922 höfðu fæðzt tvö þess háttar hörn, án þess að faraldri hefði verið til að dreifa. 1) Fram til 1940 hafa aðeins eitt og eitt tilfelli verið skráð endrum og eins af heilasótt, en þá hefst smá-faraldursalda, og - voru 79 sjúklingar skráðir á jþrem árum. Súlfalyfin komu þá að góðu haldi og dóu aðeins sjö, en nokkra svipti veikin heyrn, bœði þá og síðar. En 1941 fæðast svo mörg hörn, er síðar reynast heyrnarlaus, að furðu mátti vekja. Níu dauf- dumb hörn, öll fædd á þessu ári, komu í Málleysingjaskólann, er þau liöfðu aldur til, en þrjú þeirra liafa þó að öllum likind- um misst heyrnina á harns- aldri. Hin sex voru fædd á tíman- um frá 26. mai til 15. septem- her, að nýafstöðnum faraldrin- um 1940—1941, sem var lang- mesti faraldurinn til þess tírna. Að visu var í upplýsingum til skólans um mörg þessara barna gefið í skyn, að þau hefðu misst heyrn í veikindum, svo sem kig- hósta, á fyrsta ári (5—8 mán- aða). Virtust þetta þó aðeins vera getgátur til að skýra heyrn- arleysið, enda kom ekki frant neitt það, er benti til, að þau hefðu áður haft heyrn, og var þó um það spurt sérstaldega. Næsti stórfaraldur, og hinn mesli til þessa dags, hófst svo seinni hluta árs 1954 og stóð fram á fyrri hluta næsta árs. En það ár, 1955, fæddust átla heyrnarlaus hörn, öll á þeim tíma, er vænta mátti að afleið- ingar faraldursins kæmu fram. Ekkert benti til annars en þau hefðu öll verið heyrnarlaus þeg- ar við fæðingu, enda var þess beinlínis getið um flest þeirra, að svo hefði verið. Fimm af mæðrunum upplýstu, að þær hefðu fengið rauða hunda snemma á meðgönguthnanum,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.