Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 49

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 73 cm. Flestir voru þeir niiklu styttri. Aldur 0—10 41—50 51—60 61—70 71—80 81—90 TAFLA I. $ $ Alls 1 1 . . . . 1 1 1 1 . . . . 1 1 . . . . 1 1 . . . . 1 1 Samtals 4 2 6 Miðað við tima þann, er yfir- lit þetta nær yfir, eru krufn- ingaskýrslur til vfir 4034 ein- staklinga (2271 karla og 1763 konur). Sést af því, að tíðni þessara pokamyndana er því- næst 0.15% (0.17% hjá körl- um og 0.11% hjá konum). í fræðibókum er yfirleitt rætt um tvær orsakir til pokamynd- ana í skeifugörn, þ. e. að þær séu meðfæddar eða afleiðing sára í skeifugörninni. Lega hinna fyrrnefndu er talin vera miðsvæðis í skeifugörninni og snúa frekast í átt að hriskirtl- inum. Sárin eru aftur á móti oftast ofarlega í skeifugörninni. Með þessa skilgreiningu í liuga, mætti hugsa sér, að einn af þessum 6 pokum væri afleiðing sárs í skeifugörninni, hin væru meðfædd. Þetta stangast á við þá staðreynd, að í þessu eina tilfelli var um eins árs harn að ræða. Samkvæmt þessu yfir- liti lítur út fyrir, að í öllum tilfellanna sé um að ræða með- fæddar pokamyndanir í skeifu- görninni. 1 krufningaskýrslunum er ekki getið um aðrar pokamynd- anir í smáþörmunum en diver- ticulum Meckeli. Þessi með- fædda pokamyndun er leifar af miðlæga hluta ductus omphalo- mesentericus. Venjulega er slaðsetning' pokanna talin vera um 40 cm frá valvula ileocoe- calis hjá börnum, en um einn metra hjá fullorðnum. Lengdin er einnig talin mismunandi, 2 —8 cm, og gildleikinn nokkru minni en vídd garnarinnar. 1 alll að 35% tilfella er tal- ið, að magaslímhúð finnist í pokunum, og geta myndazt sár í þeim og þau e.t.v. sprungið. Sjálfur pokinn getur valdið hindrun í þörmunum (intus- susceptio). Sjaldgæft mun vera, að þarmainnihald staðni í pok- unum, op þeirra er venjulega það vítt. í áðurgreindum 4034 krufn- ingaskýrslum finnast 19 tilfeili af Meckels-pokamyndun. Voru 15 þeirra hjá karlmönnum, en 4 hjá konum. Munar mjóu, að hlutfall milli kvnja sé 4:1. Tafla II sýnir nánar tíðnina í aldursflokkunum. Nokkuð mun lieildartíðni vera undir meðal- lagi í þessu vfirliti, en hún er 0.47% (0.66% hjá körlum, en 0.22% hjá konum). í fræðibókum um þessi mál er talið.að Meckels-pokar finnist

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.