Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 56

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 56
80 LÆKNABLAÐIÐ náðu yfir, fannst lungnakrabbi við krufningu hjá 13, og hjá a. m. k. tveimur til viðbótar bentu öll klínísk einkenni til sama sjúkdóms. 3(32 einstaklingar, sem unnu ekki námuvinnu, voru teknir til samanburðar, og fundust engin einkenni um lungnakrabba né ryksjúkdóma í lungum þeirra. Arsen-sam- bönd koma fyrir í margs kon- ar málmgrýti (crudeores) og eru mikið notuð í iðnaði og sem skordýraeitur í landbún- aði. Lungnakral)bi virðisl ekki algengari bjá sjúklingum með kísillunga (silicosis) en al- mennt gerist, en bjá sjúkling- um með asbestlunga (asbest- osis) hefur tíðni lungnakrabba mjög aukizt. Asbest er samsett silicat af magnesium, járni og alúminíum og hefur sérkenni- lega þráðlaga kristalbyggingu. Linzbach og Wedler(l) krufðu árið 1911 92 sjúklinga með asbestlunga og fundu lungnakrabba bjá 14. Margir þessara sjúklinga voru ungir, og tíminn, sem þeir höfðu ver- ið í hættu vegna þessa efnis, var frá 3—27 ár. Mest var ryk- hættan i skemmum, þar sem efnin voru gevmd, og við vinnslu þeirra, svo sem spuna og vefnað. í Þýzkalandi var frarn til 1939 lýst 39 tilfellum af lungna- krabba meðal þúsund verka- manna í krómverksmiðjum og námum og var það fjórum sinnum hærri tiðni en almennt gerðisl á þeim tíma. Machle og Gregorius, sem rannsökuðu dauðaorsakir krómverka- manna, fundu að 22% höfðu lungnakrabba, sem var sextán- föld tíðni miðað við aðra starfsflokka. 1 sumum námum var jafnvel talið, að allt að 60% verkamannanna fengju krabba í lungu. Aðeins þau krómsambönd, þar sem króm- ið er eingilt, virðast valda krabba. Tekizt liefur að sýna mela- plasia og byrjandi krabbamein í berkjuslímhúðinni i kring- um krómiltiskristalla. Hver svo sem carcinogenin eru, þá virðast þau oftast þurfa all- langan tíma, eða a. m. k. 10 til 15 ár, jafnvel mun lengri tíma, til myndunar krabbameinsins. Langt er síðan menn létu sér detta í hug orsakasamband milli reykinga og lungna- krabba, og, eins og áður er gel- ið, bentu þeir Wynder og Gra- ham á það árið 1950, að lungna- krabbi væri mjög sjaldgæfur meðal þeirra, sem reyktu ekki. Það var argentínski læknirinn Roffo(2), sem er heimsfræg- ur fvrir krabbameinsrannsókn- ir sínar, er sýndi fram á, að í sígarettum er efni, sem getur framkallað krabbamein, ef því er dælt í rottur. En nú fá menn aðeins revkinn af tóbakinu niður í lungun, en ekki lóbakið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.