Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 59

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 81 sjálft, og gegnir það nokkuð öðru máli. En þeir, sem reykja ofan í sig, fá heitan reykinn á lungnaslímhúðirnar og með lionum mikið af sótkornum, er setjast á slímhúðir herkju- kvíslanna. Ef sú tilgáta er rétt, að or- sakasamhand sé milli sígar- ettureykinga og lungnakrabba, ætti hann smám saman að verða algengari meðal kvenna í þeim löndum, þar sem þær reykja nú orðið til jafns við karlmenn, svo sem í Englandi og Ameríku. Samkvæmt rann- sóknum síðustu ára virðisl þetta ætla að verða reyndin. Sígarettuneyzlan hefur auk- izt gífurlega hér á landi eða rúmlega l(K)-faldazt á 40 árum. Arið 1910 var innflutningur á sígarettum til íslands 1285 kg og 1949 129100 kg(2). (Neyzla hvers íhúa í enskum pundum var 1913 0.03, en 1947 1.39). í tóhaki er 2—5% nikótín, sem er mjög sterkt eitur. Þá má heldur ekki glevma því, að ar- sensambönd eru notuð sem skordýraeitur til úðunar á tó- baksplöntuna og gætu þannig orðið krahbavaldar, enda þótl flestir telji meiri líkur fyrir ])ví, að carcinogen-efni mynd- ist við hægfara bruna tóhaks- ins. Þá eru margir, sem hall- ast að því, að carcinogen-efni séu í sóti frá alls konar verk- smiðjureyk, enda sýnir sig, að lungnakrabbi er sérlega al- gengur í helztu iðnaðarhorgum Englands og nánasta umhverfi þeirra. Einnig hafa menn álit- ið, að talsverður þáttur í aukn- ingunni geti verið malhikun á götum og hin mikla hifreiða- fjölgun, og væri þá um carci- nogen-efni að ræða í útblást- ursreyk frá hifreiðum. Um síðustu aldamót var krabbamein í lungum sjaldséð og livergi meira en 2—4% allra illkynjaðra æxla. Á þriðja tug aldarinnar virðist víða verða mikil aukning. í London var það 6.76% allra krabbameina árið 1923, en 1928 14.15%. Sums staðar í Eng- landi og Bandaríkjunum er lungnakrabbi nú orðinn al- gengasta illkynjaða æxlið með- al karlmanna og 20—25% af öllum illkynja æxlum. Lungna- krahhi er nú valdur að um 10% allra dauðsfalla í Banda- ríkjunum og vfir 20% allra dauðsfalla meðal karhnanna. Arið 1955 dóu í Bandaríkjun- um 27.000 sjúklingar úr lungnakrabba. Hér á landi hefur verið um mikla aukningu að ræða sið- ustu árin. Engar áreiðanlegar heildartölur eru til frá fyrri árum, en samkvæmt krabba- meinsskráningu á vegum Krabbameinsfélags íslands, er nær yfir árin 1955—1959, er lungnakrabbi nú fjórða algeng- asta illkynjaða æxlið hjá karl- mönnum og 4.86% af þeim öll-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.