Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 60

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 60
82 LÆKNABLAÐIÐ um. Flestum skýrslum ber saman um, að lungnakrabbi sé 6 til 8 sinnum algengari meðal karla en kvenna. Flest- ir sjúklingar eru á aldrinum 45—55 ára, en þó kemur sjúk- dómurinn bæði fyrir hjá þeim, sem yngri eru og eins eldri en það. ' S júkdómsfræði, í langflestum tilfellum virð- ist æxlið vaxið frá yfirborðs- frumum berkjukvíslanna, en þó bafa sumir haldið því fram, að það geti einnig vaxið frá slímkirtlum, sem þarna er mikið af. Um 60% æxlanna koma fyrir hægra megin og um 60% eru staðsett í efra lungnablaði. Virðist mjög sjaldgæft, að þau eigi upptök sin í miðblaði og lingula, en þó er ekki alllaf unnt að segja með vissu, livar æxlið hafi byrjað að vaxa, ef það er orðið mjög stórt. í berkjugreinunum er sluðla- þekja með bifhárum, en það er löngu vitað, að metaplasia á sér auðveldlega stað við ert- ingu og jafnvel næringarskort í slímhúðinni, og sést flögu- þekja því oft i gömlum berkla- holum, ígerðarholrúmum, berkjuskúlksholum og í kring- um gamla infarcta. Ekki er alllaf auðvelt að flokka þessi æxli eftir frumu- byggingu, en þó tala flestir um fjóra aðalflokka: I. Carcinoma epidermoidis (squamocellulare), eða flöguþekjukrabbi, sem er a. m. k. 50% af öllum krabbameinum í lunga. II. Carcinoma anaplastica, um 30%. III. Adenocarcinoma um 15%. IV. Carcinoma bronchiolaris um 3%. Ad. I: Um 85% þessara æxla koma fyrir meðal karl- manna. Þau vaxa mishratt, en þó yfirleitt hægt, og eru bata- horfurnar því einna beztar við jæssa tegund. En þau mesl dif- ferentieruðu af þessum æxl- um innihalda epithel-perlur, en venjulega er þó Iitil horn- myndun. Með tímanum berast þau í eitlana við lungnarót, en þau berast sjaldan með blóði til fjarlægra staða. Þessi æxli eru stundum orð- in mjög slór, þegar þau eru uppgötvuð, og jafnvel þótt þau séu ekki komin i önnur líf- færi, eru þau oft óskurðtæk vegna stærðar eða legu alveg inn við lungnarótina. Stundum eru þau vaxin inn í aðliggjandi líffæri eða út í brjóstvegg. Það er þessi tegund, sem áður var kallaður námukrabbi, en nú reykingakrabbi. Ad. II. Þessi æxli eru mjög illa differentieruð með pleo- morph frumum og vaxa mjög hratt, og meinvörp koma fljótt, bæði með sogæðum og einnig blóðleiðina. Undirflokkar við

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.