Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 63

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 85 það er öðrum megin og ávallt bundið við sama stað, táknar það, að um er að ræða berkju- þrengsli (bronchostenosis) og þá oftast af völdum æxlis, enda ])ótt einnig geti verið um bólg- ur að ræða. Mikill og þunnur uppgangur er einkennandi fyr- ir krabbamein í lungnaberkj- um. Blóðhósti (hæmopthysis) er þvi miður sjaldgæfur sem byrjunareinkenni. Ég segi því miður, vegna þess, að þetta er eina einkennið, sem veldur þvi, að sjúklingar leita strax læknis og gæti því orðið til þess, að sjúkdómurinn yrði greindur fyrr, ef það væri oft- ar fyrir bendi. Ariel og sam- verkamenn(3) fundu blóð- hósta í uppliafi hjá 5.6% af 1109 sjúklingum. Síðar í sjúk- dómnum verður blóðhósti liins vegar algengur, ef æxlið fær að vaxa óáreitt eða ef ekki liefur reynzt unnt að nenia það brott. Kylfufingur, „clubbing“, eða meiri háttar osteoarthropathia pulmonalis kemur stundum fljótt við krabbamein í lung- um. Mæði við áreynslu þýðir oft- ast útbreitt eða stórt æxli, en getur þó komið snenima, ef stór berkja stíflast og orsak- ar lungnahrun (atelectasis) eða veldur stífluþani (ob- structiv emphysema) og tákn- ar því ekki alltaf, að mein- ið sé óskurðtækt. Þá kemur einnig vaxandi mæði, þegar vökvi myndast í fleiðrulioli. Eins og áður er getið, er mik- il mæði einkennandi við aden- omatosis pulmonum Hiti og önnur hólgueinkenni eru algeng, og er þá um að ræða lungnahrun (atelectasis) og bólgu til jaðranna við eða í kringum æxlið eða jafnvel ígerðarmyndun. í slikum til- fellum er einmitt algengt, að sjúkdómurinn sé greindur sem veirulungnabólga, eða blettalungnabólga, og ef ein- kenni bverfa fljótt við anti- biotica gjöf, þá er hætt við, að læknar sleppi hendinni af þess- um sjúklingum og láti sér ekki detta í hug, að um krabbamein geti verið að ræða. Ef slik lungnabólga batnar ekki fljótl eða kemur aftur, þá eru enn meiri líkur til, að um æxli sé að ræða, og ber því auðvitað að rannsaka alla slíka sjúkl- inga gaumgæfilega. Verkur fyrir brjósti láknar oftast, að um sé að ræða æxli, sem búið er að vaxa lengi og orðið stórt, og ef um mjög sár- an verk er að ræða, er æxlið oftast vaxið út í fleiðru eða millirifjataugar, inn í bein, eða komin eru meinvörp í rif eða hryggjarliði. Þyngslaverkur er þó oft samfara lungnahruni, og einnig getur takverkur stafað af bólgunni einni, þegar um lítil æxli er að ræða. Mikill slappleiki, þreyta,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.