Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 66

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 66
88 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 5. 9, 59 ára. Berkjumynda- taka. Stöðvun á kontrastefni (blok) í berkjum og engin fylling á grein- uin til medius og inferior. R. diagn.: Occlusio bronchial. lob. med. et inf. pulm. sin. Tumor. Pneumec- tomia radicalis dx. P. A. D.: Hægra lunga með krabbameini (carcinoma squamocellulare pulm. cum met-ast. lgl. hilaris). nieðaltali, áður en þeir leggj- ast inn á handlæknisdeild- ir. Talsvert af þessum tima er sök sjúklinganna sjálfra, þ. e. þeir hafa ekki leitað læknis, en í mörgum tilfell- um líður því miður langur tími frá því þeir leita fyrst læknis, þar til þeir komast í hendur skurðlækna. Það virð- isl víða staðreynd, að læknar hafa alls ekki áttað sig á því, hve algengur þessi sjúkdómur er orðinn, og þess vegna geng- ur svo hryggilega seint að fá rétta sjúkdómsgreiningu. Æskilegast væri auðvitað við krahbamein í lungum eins og annars staðar að gela greint sjúkdóminn, áður en einkenni koma fram, og mörg tilfelli myndu ugglaust finnast, ef unnt væri að framkvæma hóp- rannsóknir með ákveðnu milli- hili. Meðan þetta er ekki fyrir hendi, er mikilvægast, að sjúklingar leiti læknis við fyrstu einkenni og séu rann- sakaðir gaumgæfilega og fylgzt með þeim, sem þurfa þykir, jafnvel þó að ekkert finnisl grunsamlegt við fyrstu rann- sókn. Við greininguna skiptir góð sjúkrasaga eins og ævinlega miklu máli. Mjög oft finnst ekkert athugavert við skoðun á sjúklingnum. Ef komin er hólga, vessamyndun eða lungnahrun, koma þó fram breytingar við áslátt og hlust- un. Flautuhljóð eða „wheeze" er öruggt einkenni um lungna- þrengsli. Þá her alltaf að leila vandlega að stækkuðum eitl- um i holhönd og ofan viðheina og enn fremur þreifa eftir eymslum og fyrirferðaraukn- ingum á rifjum. Scalenus-eitl- ar finnast sjaldnast stældcaðir, en margir hafa þó fyrir sið að taka þar vef til skoðunar (hi- opsia), þótt stækkun finnist ekki. Nýtilkomin hæsi gefur ákveðna víshendingu. Bezla hjálp okkar við sjúk- dómsgreininguna er röntgen- myndataka: yfirlitsmynd og sneiðmyndir að framan og til liliðar. Stundum sést æxlið sjálft á röntgenmyndum, en oftast eru það þó síðari breyt- ingar, svo sem lungnabólga, lungnaþemha með stíflu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.