Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 19

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: MAGNÚS ÓLAFSSON (L. f.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.) 47. árg. Reykjavík 1963. 4. hefti t Björn Jósefsson In memoriam. Björn Jósefsson andaðist í Húsavík 25. júní 1963. Ilann hafði ekki verið kvellisjúkur um dagana, enda sístarfandi fram til æviloka. Andlát lians bar bráðan að. Daginn áður var hann þess albúinn að leggja af stað til Reykjavíkur til þess að taka þátt í liófi okkar bekkjar- bræðranna, aldamótabusanna, sem löngum höfum haldið hóp- inn og oft komið saman til þess að minnast gamalla og góðra daga. Hann náði ekki að kom- ast í þetta hóf, en það var hald- ið engu að síður og snúið upp í erfidrykkju, til minningar um góðan dreng og bekkjarbróður. Björn var fæddur að Hólum í Hjaltadal 2. febr. 1885, sonur .Tósefs Björnssonar skólastjóra þar og konu lians Hólmfríðar Björnsdóttur. Hann settist í Læknaskólann, sem á hans námsárum varð deild í Háskóla íslands, og þaðan brautskráðist

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.