Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
159
190.29 og tekjuafgangur kr.
31.841.59. Aðalritstjóri Lækna-
lilaðsins, Ólafur Bjarnason,
kvað fjárhag þess liafa dafnað
vel, síðan félögin sjálf tóku að
sér fjármálin, sem undanfarið
hafa verið undir stjórn Guð-
mundar Benediktssonar. Nokkr-
ar umræður urðu um fvrir-
komulag á útgáfu blaðsins, og
ábendingar voru settar fram,
en engar formlegar tillögur
fluttar í því sambandi.
Þá var tekin til umræðu
gjaldskrá Læknafélags Islands.
Ólafur Björnsson gerði grein
fyrir gjaldskránni, en hana skal
nota fyrir ósamningsbundin
störf. Við setningu gjaldskrár-
innar var miðað við gjaldskrá
Læknafélags Reykjavíkur 1960,
almenna kaflann, en varðandi
sérfræðistörf var yfirleitt reikn-
að með 60% af sérfræðingataxta
L.R.Taldi Ólafur, að gjaldskráin
þyrfti fljótlega endurskoðunar
við sökum skjótra brevtinga á
verðlagi. Ólafur taldi, að allir
þeir, sem væru í samlagsréttind-
um, ættu að greiða eftir samn-
ingum við Tryggingastofnun
ríkisins. Páll Sigurðsson trygg-
ingayfirlæknir taldi skilning
þennan réttan, en iiins vegar
ættu læknar kröfu á sönnun
þcss, að viðkomandi sjúklingur
væri í réttindum.
Var nú gert fundarhlé.
Þing var sett að nýju kl.14,30,
og kynnti þá þingforseti Sir
George Pickering, Regius pro-
fessor við Oxford háskóla, en
liann er mjög kunnur fræðari
og þekktur fyrir rannsóknir
sínar og skrif um æðasjúkdóma
og háþrýsting. Sir George flutti
því næst erindi, er hann nefndi:
The Education of the Medical
Student. Erindi þetta verður
væntanlega birt í Læknablað-
inu síðar. Að loknu erindinu
komu fram margar fyrirspurn-
ir frá læknum og stúdentum, og
svaraði fyrirlesari þeim jafnóð-
um, og urðu af fjörugar umræð-
ur. Að lokum þakkaði formað-
ur ræðumanni fyrir sérlega
skemmtilegt og fræðandi erindi,
en þingforseti gerði fundarhlé.
Tekið var til starfa að nýju
kl. 17, en þá tók til máls pró-
fessor Guðmundur Thoroddsen
og flutti erindi: Aldarminning
Guðmundar Magnússonar pró-
fessors. Erindi þetta birtist í 3.
liefti, 47. árg. Læknablaðsins.
Að erindi prófessors Tiiorodd-
sens loknu var strax Iialdið
áfram þingstörfum og tekið
fyrir næsta mál á dagskrá, en
það var Domus Medica. Bjarni
Bjarnason reifaði málið að
venju í ýtarlegri ræðu. A eftir
ræðu Bjarna urðu langar og
fjörmiklar umræður, og tóku
margir til máls. En að þeim
loknum las Bergsveinn Ólafs-
son reikninga Domus Medica,
er sýndu, að tekjur voru á ár-
inu framlög L.í. kr. 277.100.00,
vextir af sparisjóðsbók kr. 26.
418.60 cða samtals kr. 303.518.