Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
161
liann fundarstjóra Pál Sigurðs-
son tryggingayfirlækni og fund-
arritara Friðrik Sveinsson hér-
aðslækni. Tóku þeir þegar við
störfum sínum.
Kosin var þriggja manna
kjörhréfanefnd, og hlutu eftir-
taldir fulltrúar kosningu: Eggert
Einarsson, Borgarnesi, Friðrik
J. Friðriksson, Sauðárkróki, og
Tómas Á. Jónasson, Reykjavik.
Eggert Einarsson gerði grein
fvrir störfum nefndarinnar.
í byrjun fundarins voru mætt-
ir eftirtaldir fulltrúar og kjör-
bréf þeirra tekin gild:
F. h. L.R. Öskar Þórðarson,
Ólafur Bjarnason, Bjarni
Bjarnason, Ólafur Geirsson,
Páll Sigurðsson yngri, Snorri
P. Snorrason, Tómas Á. Jón-
asson;
f. h. Læknafélags Miðvestur-
lands Eggert Einarsson, Borg-
arnesi;
f. h. Læknafélags Norðvestur-
lands Friðrik J. Friðriksson,
Sauðárkróki;
f. h. Læknafélags Norðaustur-
lands Friðrik Sveinsson, Þórs-
höfn;
f. h. Læknafélags Suðurlands
Ólafur Björnsson, Hellu.
Litlu eftir að fundurinn hófst,
inættu til stefnu eftirtaldir full-
trúar. Þeir skiluðu kjörbréfum,
um leið og þeir komu á fund-
inn, og lók kjörbréfanefnd kjör-
bréf þeirra gild.
F. h. Læknafélags Akureyrar
Ólafur Ólafsson, Akureyri;
f. h. Læknafélags Vestfjarða
Björn Önundarson, Flatevri;
f. h. Læknafélags Austfjarða
Jónas Oddsson, Eskifirði.
Voru þá komnir fulltrúar frá
öllum aðildarfélögunum.
Þessu næst voru teknir fyrir
reikningar félagsins, Ekkna-
sjóðs og Læknablaðsins. Gjald-
keri, Ólafur Björnsson, skírskot-
aði til vfirlits þess, er hann liafði
gert um reikningana á lækna-
þinginu daginn áður. Til glöggv-
unar þeim fulltrúum, sem eigi
voru á læknaþingi, gerði gjald-
keri enn nokkra grein fyrir
reikningunum. Eggert Einars-
son vakti máls á þvi, að laun
ritstjóra Læknablaðsins væru
allt of lág, og bar fram eftir-
farandi munnlega tillögu:
„Stjórn L.í. er falið að liækka
laun ritstjóra Læknablaðsins og
semja við hann um aukningu
á útgáfu blaðsins.“
Ólafur Geirsson lagði til, að
tillagan yrði orðuð á eftirfar-
andi liátt:
„Aðalfundur L.l. 1963 felur
stjórn L.í. að hækka laun rit-
stjóra Læknablaðsins og semja
við hann um aukningu á útgáfu
blaðsins i samráði við stjórn
L.R.“
Þannig breytt var tillagan
borin undir atkvæði og sam-
þykkt samhljóða.
Þessu næst voru reikningar
félagsins,Ekknasjóðs og Lækna-
blaðsins bornir undir atkvæði
og allir samþvkktir samhljóða.