Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 32
156
LÆKNABLAÐIÐ
ingar. Ef reynsla skyldi hins vegar
leiða í ljós síðar meir, að héraðs-
skyldunnar væri þörf, má að sjálf-
sögðu taka hana upp að nýju.
Hinn 29/3 1963 skrifaði dóms-
málaráðuneytið landlækni eftir-
farandi bréf (birt með leyfi B.
Möllers ráðuneytisstjóra):
Auglýsing um skilyrði fyrir
ótakmörkuSu lœkningaleyfi.
Samkvæmt heimild í lögum nr. 51,
30. maí 1942, verður það fyrst um
sinn, og þar til öðru vísi verður
ákveðið, gert að skilyrði fyrir ótak-
mörkuðu lækningaleyfi, að umsækj-
endur hafi gegnt læknishéraði eða
aðstoðarlæknisstörfum hjá héraðs-
lækni fulla 3 mánuði að loknu há-
skólanámi og leggi fram skilriki
fyrir þeirri þjónustu.
Nú hefur umsækjandi um skeið
starfað sem kandidat í einhverju
eftirtalinna sjúkrahúsa: Fjórðungs-
sjúkrahúsi Isafjarðar, Fjórðungs-
sjúkrahúsi Norðfjarðar, Kristnes-
hæli, Vifilsstaðahæli, Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja, Sjúkrahúsi Kefla-
víkur eða Sjúkrahúsi Akraness, og
leggur fram skilríki fyrir þvi, og
styttist þá skylduþjónustutími sá,
sem tilskilinn er I fyrri málsgrein,
um þann tíma, sem hann hefur unn-
ið á fyrrgreindum stofnunum.
Auglýsing nr. 155, 22. sept. 1942,
er úr gildi felld svo og auglýsing
nr. 98, 11. júlí 1962, um breyting
á þeirri auglýsingu.
Þetta birtist hér með til leiðbein-
ingar þeim, er hlut eiga að máli.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
29. marz 1963.
Bjarni Benediktsson (sign.)
Baldur Möller (sign.).
Stjórninni var falið að bera
undir lögfræðing félagsins,
livort það væri lögum sam-
kvæmt að leggja aðstöðugjald á
lækna, eins og gert liafði verið
í ár. Hann taldi vonlitið, að þessu
yrði breytt, en þrátt fyrir það
sendi stjórnin frá sér eftirfar-
andi bréf binn 30. janúar 1963:
Stjórn Læknafélags Islands hef-
ur verið tjáð, að skattstjórnarvöld
hafi gert læknum innan félagsins
að greiða svokallað aðstöðugjald
samkvæmt 3. kafla laga nr. 69/1962
um tekjustofna sveitarfélaga og
reglugerð nr. 81 s. á., um aðstöðu-
gjald. Þar sem læknar telja, að þeim
beri ekki skylda til að greiða að-
stöðugjald, fer stjórn Læknafélags
Islands þess á leit, að hið háa ráðu-
neyti felli úrskurð um það, að lækn-
ar séu undanþegnir þessu gjaldi.
1 þessu efni er vakin athygli á því,
að samkvæmt 65. gr. laga nr. 69/
1962 og niðurlagsákvæði 6.gr. reglu-
gerðar nr. 81 s. á., um aðstöðugjald,
eru bein ákvæði um, að ráðherra,
þ. e. fjármálaráðherra, úrskurði um
gjaldskyldu, ef ágreiningur verði í
þvi efni.
1 8. gr. laga nr. 69/1962 segir svo
orðrétt:
„Heimilt er sveitarstjórnum að
innheimta aðstöðugjald í sveitar-
sjóð frá atvinnurekendum og öðrum
þeim, sem sjálfstæða atvinnu hafa
í sveitarfélaginu."
Og 1. gr. reglugerðar nr. 81/1962
er svohljóðandi:
„Heimilt er sveitarstjórnum að
innheimta aðstöðugjald í sveitar-
sjóð hjá atvinnurekendum og öðr-
um þeim, sem sjálfstæða atvinnu
hafa í sveitarfélaginu."
1 3. gr. segir svo orðrétt:
„Gjaldskyldir eru allir atvinnu-
rekendur, einstaklingar, félög og