Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 50
170
LÆKNABLAÐIÐ
ekki og er því hægt að gefa
sem inntökulyf (per os).
III. Penicillín, sem verkar vel
á Gram + og Gram —
sýkla.
I.
1) Methicillin (Dotlnvaite2),
sem er þekkt undir ýmsum
nöfnum, svo sem Celbinin
(Beecham Research lah.),
Belfacillin og Synthicillin
(Astra). Staphylocillin (Bris-
tol) og Lucopenin (Lund-
heck).
Þetta lyf verkar mjög vel á
klasakokka, sem framleiða peni-
cillínasa, er hindra verkun
tilsvarandi penicillíntegunda.
Þetta lyf er lielzt gefið við slæm-
um ígerðum, lungnahólgu,
lungnaígerð eða drepi, hein-
hólgu (osteomyelitis), hlóðeitr-
un, sýktum hrunasárum og
hjartaþelsbólgu (endocarditis).
Ekki er rétt að gefa lyfin, ef
sýklarnir eru næmir fyrir vana-
legum penicillíntegundum, enda
sýnir reynslan, að fyrrnefnd lyf
verka ekki sérlega vel á þá
sýlda. Lyfið eyðist af sýru og
verður því að gefa það sem
stungulyf.
Hættur: Þær eru hinar sörnu
og af venjulegum penicillínteg-
undum. Skýrslur hafa borizt
um einstaka tilfelli af kyrni-
kornahrapi (granulocytopenia)
og blóðjárnsskorti (anæmia
hypochromica).
Skammtur: 1 til 2 gr 4 til
6 sinnum daglega.
Barnaskammtur 100 mg á kg
líkamsþunga daglega.
Celbinin liefur verið notað á
lyflæknisdeikl Landspítalans sl.
ár, og þótt hér sé um fá til-
felli að ræða, verður árangur
að teljast allgóður af lyfinu.
2. Orbenin (isoxazolyl peni-
cillin (Lowburry3) = B.R.L.
1621=Cloxacillin). Þetta ljd
verkar eins og Methicillin,
en er þó talið sterkara, eink-
um gegn klasakokkum, sem
þola venjulegar penicillín-
tegundir. Lyfið er einnig tal-
ið sterkara en Oxacillin (sjá
liér að framan). Það hefur
verið reynt við nokkra spít-
ala á Englandi, svo sem
Hammersmith, Guy’s, Queen
Mary’s og London Hospi-
tal4) með ágætum árangri.
Lyfið þolir vel sýru, og er
hægt að gefa það bæði sem
inntöku- og stungulyf. Við
svæsnari sýkingar er talið
rétt að hyrja meðferð með því
að gefa það sem stungulyf
(E. T. Knudsen5). Einn aðal-
kostur Ivfsins er, að ekki
hafa komið fram ónæmir
klasasýklar við endurrækt-
un, meðan á meðferð stend-
ur.
Hættur: Engar breytingar
hafa komið fram í hlóði, á lif-
ur eða nýrum, þótt lyfið liafi
verið gefið í fimm til sex vik-
ur samfleytt.
Skammtur: 20 til 40 mg á
hvert kg líkamsþunga.