Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 157 stofnanir, svo og þeir, sem sjálf- stæða atvinnu hafa i sveitarfélag- inu, sbr. þó 4. og 5. gr.“ 1 hinum tilvitnuðu ákvæðum og raunar fleiri greinum margnefndra laga og reglugerðar er sem sé ber- um orðum tekið fram, að þeim ein- um beri að greiða aðstöðugjald, sem eru eitt af tvennu, atvinnurekend- ur eða hafa með höndum sjálfstæða atvinnu. Nú er það að vísu alkunna, að læknar verða sjálfir að framkvæma þau læknisstörf, sem þeim eru falin, og stafar það að sjálfsögðu vegna hins nána persónulega sambands, sem jafnan hlýtur að vera milli læknis og sjúklings. Hins vegar verða læknar alls ekki taldir at- vinnurekendur, enda mun það hug- tak jafnan skýrt þannig, að um sé að ræða starfsemi, sem er við- skiptalegs eðlis, verzlun, iðnaður, siglingar, útgerð o. s. frv. 1 beinu framhaldi af þessu skal vakin athygli á dómi, sem uppkveð- inn var í Félagsdómi 13. nóv. 1944 í málinu: Læknafélag Reykjavíkur gegn Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, Ds. Félagsdóms, II. bindi, bls. 125. 1 því máli var deilt um það, hvort samlagslæknar ættu rétt til orlofs eða orlofsfjár hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur samkv. lögum nr. 16/ 1943. 1 forsendum þessa dóms segir svo orðrétt: „Samkvæmt samningi þeim milli aðilja máls þessa, sem rakinn hefur verið hér að framan, eru læknar þeir, sem gerast samlagslæknar hjá stefnda, skyldir til þess að annast ákveðin störf fyrir hann fyrir til- tekið endurgjald, sem ekki miðast við árangur verka þeirra. Verður að telja, með tilvísun til þess, sem að framan er greint um efni samn- ings þess, sem í gildi er milli máls- aðilja, að þess konar vinnusamband stofnist milli stefnda og lækna þeirra, er gerast samlagslæknar samkvæmt oftnefndum samningi, að þeir verði að teljast í þjónustu hans í merkingu 1. gr. laga nr. 16/1943. Er ekki hægt að fallast á þá skoð- un stefnda, að þeir séu sjálfstæðir atvinnurekendur eða að það firri þá rétti til orlofs, þótt þeir séu all- sjálfstæðir um tilhögun daglegra starfa sinna og sé ekki bannað að sinna öðrum sjúklingum en sam- lagssjúklingum sínum. Og hvað kostnað við lækningastofu og þess háttar snertir, þá verður ekki annað séð, en að endurgjald fyrir það sé falið í árgjaldi stefnda til þeirra. Eiga samlagslæknar, sem vinna hjá stefnda samkvæmt oftnefndum samningi, því rétt til orlofs sam- kvæmt 3. gr. orlofslaganna. Með skirskotun til þess, sem að framan er rakið um efni samnings máls- aðilja, verða samlagslæknar að telj- ast vera í fastri stöðu hjá stefn- anda, og fer þá um orlofsrétt þeirra eftir 4. mgr. 4. gr. laga nr. 16/1943, þannig, að þeim ber orlof eftir þar- greindum ákvæðum, án þess að þurfa sjálfir að bera þann kostn- að, sem orsakast kann af nauðsyn- legri læknishjálp til samlagssjúkl- inga þeirra orlofsdagana. Verða dómkröfur stefnanda því teknar til greina að því leyti, að viðurkennd- ur verður réttur framangreindra samlagslækna til orlofs samkvæmt nefndu lagaákvæði, en hins vegar ekki krafa hans um viðurkenningu á rétti þeirra til orlofsfjár sam- kvæmt 1. mgr. 4. gr. orlofslaganna." Og niðurstaðan varð þessi: „Því dæmist rétt vera: Þeir félagar i Læknafélagi Reykjavíkur, sem vinna læknis- störf sem samlagslæknar fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur sam- kvæmt samningi nefndra aðilja, er í gildi gekk 1. apríl 1941, eiga rétt til orlofs hjá Sjúkrasamlagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.