Læknablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ
157
stofnanir, svo og þeir, sem sjálf-
stæða atvinnu hafa i sveitarfélag-
inu, sbr. þó 4. og 5. gr.“
1 hinum tilvitnuðu ákvæðum og
raunar fleiri greinum margnefndra
laga og reglugerðar er sem sé ber-
um orðum tekið fram, að þeim ein-
um beri að greiða aðstöðugjald, sem
eru eitt af tvennu, atvinnurekend-
ur eða hafa með höndum sjálfstæða
atvinnu.
Nú er það að vísu alkunna, að
læknar verða sjálfir að framkvæma
þau læknisstörf, sem þeim eru falin,
og stafar það að sjálfsögðu vegna
hins nána persónulega sambands,
sem jafnan hlýtur að vera milli
læknis og sjúklings. Hins vegar
verða læknar alls ekki taldir at-
vinnurekendur, enda mun það hug-
tak jafnan skýrt þannig, að um
sé að ræða starfsemi, sem er við-
skiptalegs eðlis, verzlun, iðnaður,
siglingar, útgerð o. s. frv.
1 beinu framhaldi af þessu skal
vakin athygli á dómi, sem uppkveð-
inn var í Félagsdómi 13. nóv. 1944
í málinu: Læknafélag Reykjavíkur
gegn Sjúkrasamlagi Reykjavíkur,
Ds. Félagsdóms, II. bindi, bls. 125.
1 því máli var deilt um það, hvort
samlagslæknar ættu rétt til orlofs
eða orlofsfjár hjá Sjúkrasamlagi
Reykjavikur samkv. lögum nr. 16/
1943. 1 forsendum þessa dóms segir
svo orðrétt:
„Samkvæmt samningi þeim milli
aðilja máls þessa, sem rakinn hefur
verið hér að framan, eru læknar
þeir, sem gerast samlagslæknar hjá
stefnda, skyldir til þess að annast
ákveðin störf fyrir hann fyrir til-
tekið endurgjald, sem ekki miðast
við árangur verka þeirra. Verður að
telja, með tilvísun til þess, sem að
framan er greint um efni samn-
ings þess, sem í gildi er milli máls-
aðilja, að þess konar vinnusamband
stofnist milli stefnda og lækna
þeirra, er gerast samlagslæknar
samkvæmt oftnefndum samningi, að
þeir verði að teljast í þjónustu hans
í merkingu 1. gr. laga nr. 16/1943.
Er ekki hægt að fallast á þá skoð-
un stefnda, að þeir séu sjálfstæðir
atvinnurekendur eða að það firri þá
rétti til orlofs, þótt þeir séu all-
sjálfstæðir um tilhögun daglegra
starfa sinna og sé ekki bannað að
sinna öðrum sjúklingum en sam-
lagssjúklingum sínum. Og hvað
kostnað við lækningastofu og þess
háttar snertir, þá verður ekki annað
séð, en að endurgjald fyrir það sé
falið í árgjaldi stefnda til þeirra.
Eiga samlagslæknar, sem vinna
hjá stefnda samkvæmt oftnefndum
samningi, því rétt til orlofs sam-
kvæmt 3. gr. orlofslaganna. Með
skirskotun til þess, sem að framan
er rakið um efni samnings máls-
aðilja, verða samlagslæknar að telj-
ast vera í fastri stöðu hjá stefn-
anda, og fer þá um orlofsrétt þeirra
eftir 4. mgr. 4. gr. laga nr. 16/1943,
þannig, að þeim ber orlof eftir þar-
greindum ákvæðum, án þess að
þurfa sjálfir að bera þann kostn-
að, sem orsakast kann af nauðsyn-
legri læknishjálp til samlagssjúkl-
inga þeirra orlofsdagana. Verða
dómkröfur stefnanda því teknar til
greina að því leyti, að viðurkennd-
ur verður réttur framangreindra
samlagslækna til orlofs samkvæmt
nefndu lagaákvæði, en hins vegar
ekki krafa hans um viðurkenningu
á rétti þeirra til orlofsfjár sam-
kvæmt 1. mgr. 4. gr. orlofslaganna."
Og niðurstaðan varð þessi:
„Því dæmist rétt vera:
Þeir félagar i Læknafélagi
Reykjavíkur, sem vinna læknis-
störf sem samlagslæknar fyrir
Sjúkrasamlag Reykjavíkur sam-
kvæmt samningi nefndra aðilja,
er í gildi gekk 1. apríl 1941, eiga
rétt til orlofs hjá Sjúkrasamlagi