Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 22

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 22
148 LÆKNABLAÐIÐ ráða um skipun yfirlækna í emb- ætti, heldur er farið eftir mati hlut- lausrar dómnefndar, þó að veiting- arvaldið sé í höndum viðkomandi yfirvalds. Stjórn L.I. leyfir sér því að leggja til, að yfirlæknum og sérfróðum héraðslæknum verði raðað þannig í launaflokka: 30. flokkur: 1. Yfirlæknir á sjúkradeildum með 50 rúm eða fleiri. 2. Yfirlæknir Rannsóknarstofu Há- skólans. 3. Yfirlæknir Rannsóknarstöðvar á Keldum. 4. Tryggingayfirlæknir. 5. Yfirlæknar á röntgen- og rann- sóknadeildum við sjúkrahús með 50 rúmum eða fleiri. 6. Sérfróðir héraðslæknar (Akur- eyri.). 29. flokkur: Aðrir yfirlæknar. Þá þykir rétt, að aðstoðaryfir- læknum verði raðað í 28. flokk. F. h. stjórnar L.l. Virðingarfyllst, (Undirskrift.) Til launaráðs BSRB. Strax eftir síðasta aðalfund fól stjórnin þeim Brynjúlfi Dagssyni, Eggerti Einarssyni og Ólafi Björnssyni að flokka læknishéruðin. Við flokkunina höfðu þeir eftirfarandi atriði i huga: 1. Mannfjölda i héraði. 2. Þéttbýli og líklega aðsókn að lækni. 3. Vegalengdir og vegun. 4. Læknishústaði. 5. Fjölda starfandi lækna í hér- aði. 6. Aðstöðu til að senda sjúkl- inga á sjúkrahús. 7. Sennileg embættisumsvif. Með tilliti til þessara atriða flokkuðu þeir héruðin í 7 flokka. Samningum launanefndar ríkisstjórnarinnar og Kjararáðs BSBB lauk þannig, að launa- flokkum var fækkað úr 32 nið- ur í 28, og varð við það tölu- verð röskun á allri röðun Kjara- ráðs, m. a. hafði læknishéruð- um verið dreift á 5 flokka. Þeg- ar hér var komið málum, sendi stjórnin Kjararáði BSBB eftir- farandi bréf: Reykjavík, 13/3 1963. Að gefnu tilefni leyfir stjórn L.l. sér að bera fram eftirfarandi til- lögu um röðun lækna í launaflokka: 28. flokkur: Landlæknir. 27. flokkur: Yfirlæknir á sjúkradeildum með 50 rúm eða fleiri. Yfirlæknar á Rannsóknastofu Há- skólans. Yfirlæknir á Rannsóknarstöðinni að Keldum. Tryggingayfirlæknir. Yfirlæknar á röntgen- og rann- sóknardeildum við sjúkrahús með 50 rúmum eða fleiri. Sérfróðir héraðslæknar (Akur- eyri). 26. flokkur: Aðrir yfirlæknar. Aðstoðaryfir- læknar. 25. flokkur: Deildarlæknar. Héraðslæknar I. 2Jf. flokkur: 1. aðstoðarlæknar. Héraðslæknar II og III.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.