Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1963, Side 42

Læknablaðið - 01.12.1963, Side 42
166 LÆKNABLAÐIÐ Guðmundur Tryggvason In memoriam. Guðmundur Tryggvason lækn- ir lézt í Kristinehamn í Svíþjóð 23. september 1963. Hann var fæddur í Arnkötludal i Stein- grímsfirði 10. janúar 1931 og ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, Sigríði Jónsdóttur og Tryggva Samúelssyni, lengst af í Steingrímsfirði, en síðar á ísa- firði. Fluttist hann með þeim til Reykjavílcur árið 1944. Guð- mundur var settur til mennta og lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík ár- ið 1951. Því næst innritaðist hann í læknadeild Háskóla Is- lands og lauk embættisprófi þaðan árið 1956, eftir 5 ára nám. Á árunum 1956 og 1957 starfaði Guðmundur við sjúkra- hús í Reykjavik og gegndi um tima héraðslæknisstörfum í ýmsum læknishéruðum. 1 árs- hyrjun 1958 liélt hann til Sví- þjóðar lil framhaldsnáms i skurðlækningum. Ásamt al- mennum skurðlækningum lagði liann stund á heilaskurðlækn- ingar. Nam hann á tímabili við Uppsalaliáskóla og Karolinska sjukhuset í Stokkhólmi, en lengst af starfaði hann við Cen- tral Lasarettet í Kristinehamn. Jafnframt skurðlæknisstörfum vann liann að undirbúningi rannsókna á gallsjúkdómum. Guðmundur kvæntist árið 1956 Kristjönu Guðmundsdótt- ur, lijúkrunarkonu frá ísafirði. Eignuðust þau tvö hörn, ölmu Sigríði, f. 1957, og Gunnar Tryggva, f. 1960. Guðmundur Tryggvason vakti snennna á sér athygli fyr- ir fráhæra námshæfileika. I menntaskóla komu fljótt í ljós hinar fjölhæfu gáfur hans: skarpur skilningur á námsefn- inu ásamt miklu næmi, og skipti þá ekki máli, liver námsgrein- in var. Reyndist lionum svo auð- velt að nema sjálft námsefnið, að liann gaf sér jafnan tíma

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.