Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 39

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 15 ingar á launum i samræmi við almenna þróun þeirra; þannig geta launabrevtingar átt sér stað á friðsamlegri hátt og án þess, að í kjölfarið fylgi stórar „sprengingar“, sem bæði þjóð- félagslega og sálfræðilega eru taldar óheppilegar. Ákveðið gerðardómskerfi er ekki til; litið er þannig á, að af frjáls- um samningaviðræðum hljóti að leiða, að aðilarnir sjálfir jafni deiluatriðin án íhlutun- ar þriðja aðila. Nái hlutaðeig- endur ekki samkomulagi, verð- ur því að líta svo á, að gripið verði til kjarabaráttuaðgerða. Samtökin geta bæði staðið fyr- ir fjöldauppsögnum með tilliti til gildandi uppsagnartíma (1 -—3 mánuði) og hindrunum á, að nýjar stöður séu veittar. Áður fyrr átti SACO í fjöl- mörgum vinnudeilum við rík- ið eða bæjar- og sveitarfélög; þær verða þó stöðugt fátíðari. Engin raunveruleg vinnudeila hefur átt sér stað síðan 1957. í töflu hér að framan má sjá, að launaþróunin eftir 1950 hef- ur orðið hagstæðari háskóla- mönnum, sem starfa hjá rík- inu. Þeir hafa náð sömu nettó- launaþróun og almennir ríkis- starfsmenn, sem eru félags- bundnir 1 LO. Gagnvart bæjar- og sveitar- félögum er samningsformið svipað og gagnvart ríkinu með þeim mun, að miðskipunin (centraliseringin) gengur ekki jafnlangt. í raun og veru er SACO eingöngu samningsaðili í sameiginlegum málum, en að- ildarfélögin sjá að öðru leyti um samninga sína sjálf. Tillaga um nýjan samnings- rétt fyrir starfsmenn ríkis- og bæja hefur verið lögð fram, og er gert ráð fyrir, að hún komist í framkvæmd 1965. Hún er í stuttu máli sagt sem hér segir: Allir ríkisstarfsmenn fá verkfallsrétt (með 8 daga fyr- irvara), og vinnuveitandinn fær rétt til að grípa til verk- banns. Sams konar kerfi með bindandi sameiginlegum samn- ingum, sem gilda fyrir einka- aðila, er komið á, en þannig verða ríkið og starfsmanna- félögin bæði að formi lil og í reynd jafnréttháir aðilar að kjarasamningum. Öll félög fá samningsrétt. Litið hefur verið svo á, að samningsréttareinok- un ákveðinna félaga stríddi á móti grundvallarreglum fé- lagsréttarins. Samningsaðilar koma sér án íhlutunar sjálfir saman um varnir gegn þjóðfélagslega hættulegum kjaradeilum. Unnt er að framlengja samninga, og komið er á fót opinberri nefnd, sem setur fram ákveðn- ar skoðanir í kjaramálum. Upplýsingastarfsemin. Eftir 1950 hafa skoðanir fólks breytzt og orðið jákvæð- ar fyrir SACO. TCO hefur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.