Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1964, Page 67

Læknablaðið - 01.03.1964, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 3!) uin til þess. Var það borið und- ir atkvæði og samþykkt. Gerði liann grein fyrir ástandinu á Kúbu eftir nýjustu vitneskju frá læknum, er nýlega höfðu flúið frá landinu. Sagði hann, að margir hefðu verið settir þar í fangelsi af pólitískum á- stæðum, en kjör lækna væru yfirleitt léleg, en mjög mis- jöfn; þeim væri mismunað eft- ir stjóilnmálaskoðunum, sér- staldega þeim læknum, sem væru í praxís; einkum væri starfandi læknum mismunað á þann liátt að synja þeim lækn- um, sem hefðu andstæðar stjórnmálaskoðanir, um inn- flutningsleyfi fyrir bifreiðum; eingöngu væri um rússneskar bifreiðar að ræða og þeir, sem fengju þær ekki keyptar beinl eftir binum venjulegu inn- flutningsleiðum, gætu aðeins fengið bifreiðar á mjög háu verði; þetta gerði læknum næstum ókleift að stunda al- mennar lækningar, nema þeir væru inn undir lijá stjórn- völdunum. Taldi hann, að fær- ustu læknarnir hefðu flestir flúið úr landi, enda væru starfsskilyrðin slæm. Ástand þetta taldi hann mjög alvar- legt, jafnt fyrir lækna og al- þýðu manna í landinu. Engar uinræður urðu um þetta mál, enda var undanþág- an veitt með því skilyrði, að hér væri aðeins um upplýs- ingaerindi að ræða, sem ekki mætti byggja á neinar tillögur eða verða undirstaða undir umræður. Samþykkl var að kjósa nefnd til þess að rann- saka kjör lækna á Kúbu. 1 tilefni af skýrslu dr. Rodri- guez kvaddi fulltrúi Mexico sér liljóðs og gerði grein fyrir skipulagi félagsmála lækna þar í landi og vék nokkuð að þeim óheppilegu atvikum, er liann taldi þess valdandi, að ekki reyndist unnt að halda 17. ársþing alþjóðasamtaka lækna í Mexico. Kom i ljós, að megin orsökin fyrir þessu mun hafa verið ófullnægjandi skipulag og ósamkomulag innan lækna- samtakanna í Mexico. Skýrslci Norð ur-Kyrrah afs- svæðisins var flutt af ritara þess, dr. Jose C. Denoga. Skýrði hann meðal annars frá fyrirætlan ríkisstjórnar Fil- ippseyja um endurbætur á læknisþjónustu landsins. A- kveðið hafði verið að byrja á upphafinu, þ. e. a. s. menntun lækna. Hefði rikisstjórnin sent Iióp af læknaskólakennurum til Bandarikjanna, sem hefðu kvnnt sér fyrirkomulag kekna- menntunar þar og Jieir síðan gert allvíðtækar tillögur til endurbóta. Þrátt fvrir mikinn læknaskort í landinu var það tillaga sendinefndarinnar að fækka þeim stúdentum, sem innritast i hina fimm lækna- skóla landsins, þannig að ör-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.