Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1964, Page 34

Læknablaðið - 01.06.1964, Page 34
64 LÆKNABLAÐIÐ Gunnar Guðmundsson: AIVIFETAIVIIIMPSYKOSLR Á undanförnum niánuðum höfum við í Kleppsspítalanum liaft til meðferðar tvo sjúkl- inga með geðtruflanir, sem teljast hein afleiðing ofnotkun- ar lyfja, sem náskyld eru am- fetamini, og voru sjúkdóms- einkennin töluvert svipuð þvi, sem er við geðklofa (scliizo- phrenia). Munu nú vera á markaðin- um um 25 lyf, sem eru náskyld amfetamini og notuð eru til að örva miðtaugakerfið, og einnig berkjuvíkkandi og æðaþrengj- andi, en enn fremur sem megr- unarlyf. Þeirra þekktust eru metylphenidat (ritalin) og phenmetralin. Efnafræðilega séð eru sumir hinna svo köll- uðn „monoamine oxidase in- hibilors“ ekki óskyldir am- fetamini, en lyf úr þeim flokki hafa verið notnð gegn þung- lyndi. Auk verkana á miðtauga- kerfið eru verkanir amfeta- mins, ritalins og phenmetra- ári, eða þeim auðkennum, sem talin væru ugglaus, um þá sjúklinga, er fá lyf sem þessi eða svipað hættuleg. Gæti slikt orðið það aðhald, sem dygði fyrir ýmsa þeirra og okkur sjálfa. lins, en það eru þau lyf, sem áðurnefndir sjúklingar höfðu notað og mest var skrifað um í blöðin á sl. hausti, eru eins og við önnur „sympatomimetisk“ amin, þ. e. a. s. amin, sem hafa verkun, sem svipar til þess sem sést við erting á „sympatikus“. Við það magn af amfetamini, sem notað er til lækninga (5— 20 mg) verða menn nokkuð kátir (eufori), vinnugleðin eykst, svo og sjálfstraustið og þörfin fyrir að tala, en svefn- þörfin minnkar. Gæði andlegr- ar vinnu er óbreytt við áður- nefnda skannnta. Til lækninga liafa þessi efni verið notuð við þunglyndi (eru þó óliæf við depressio endogenica), við ýmsar tegundir flogaveiki, svo sem pyknolepsí, cataplexi og narcolepsi; einnig hafa þau verið notuð við þeim drunga eða tregðu, sem fram kemur hjá flogaveikissjúklingum, sem fá mikið magn af phenemali. Þessi lyf hafa verið gefin sjúkl- ingum, sem hafa eftir á feng- ið riðulömun eftir heilabólgu. Stundum hafa þau verið gefin við eðlilegri þreytu og sem megrunarlyf. Ekki mundi ég vilja ráð- * Fyrirlestur haldinn í L. R. 8. maí 1963.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.