Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1964, Page 42

Læknablaðið - 01.06.1964, Page 42
70 LÆKNABLAÐIÐ Þorvaldur Veigar Guðmundsson: Notkun geislajoðs (1131) við greiningu skjaldkirtilssjúkdóma á íslandi. Að mestu eftir erindi, sem flutt var í L. R. 13. nóv. 1963. Nú eru liðin næstum tvö ár, síðan mælingar á skjaldkirtils- starfsemi með geislajoði hóf- ust á Landspítalanum.* 1) Hinn 15. okt. sl. höfðu slíkar mæl- ingar verið gerðar á 413 manns. Það er því kominn tími til þess að gera sér grein fyrir, hvernig þetta próf reynist hér við greiningu hvper- og hvpo- thyroidismus. Áður en byrjað verður á þvi, er rétt að gera stutta grein fyr- ir joðefnaskiptum líkamans, mælingaraðferðum og niður- slöðum af mælingum á heil- brigðum fslendingum. Joðefnaskipti. Á mynd 1 sést í stórum drátt- um ferð joðs um líkamann. Kreidd örvanna á myndinni vegna þess, að þær eru fram- kallaðar af aminum, sem eru náskyld þeim lyfjum, sem sjúklingarnir, sem ég gat um i upphafi, tóku inn, og í öðru lagi veita þær okkur tækifæri til að velta fyrir okkur hugsan- legri efnafræðilegri orsök geð- klofa, og vonandi finnast þær, áður en langt um líður. veitir nokkra hugmynd um hlutföllin í dreifingu þess. Joð ahsorherast einkum úr mjógirninu, en lítill liluti þess fer út með saurnum. Absorher- að joð flyzt síðan í blóðinu sem joðíð (I-) og dreifist um allan millifrumuvökvann (extracelluler) (ECV). Á 24 klukkuslundum skiljast út með þvagi u. þ. h. % af því joði, sem borðað er, en skjald- kirtillinn tekur til sín u. þ. h. Ys hluta (1, 8). Munnvatns- og magakirtlar skilja út örlitið af joði. Skjaldörvandi horrnón (TSH, thyreotropin) frá lieiladingli eykur joðtöku skjaldkirtilsins og framleiðslu hans á hormóni. í skjaldkirtlinum oxyderast joðíð og binzt tyrosini. Frek- ari efnabreytingar til myndun- ar skjaldkirtilshormóns verða ekki raktar hér. Fulhnyndað hormón geymist í kirtlinum, sem hluti af thvreoglohulini. * Frá ísótópastofu Landspital- ans. Forstöðumaður: Davíð Daviðs- son prófessor. i) Þegar talað er um geislajoð i grein þessari, er alltaf átt við I131.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.