Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 38
178
LÆKNABLAÐIÐ
læknadeildar Háskólans.
Rætt var við rektor Há-
skólans um málið, og ósk-
aði hann eftir að taka
það í sínar hendur, og
voru viðkomandi menn
því samþykkir.
Samningar tókust um
kjör þessara aðila, og
hækkuðu árslaun dósenta
í 70 þús. kr., en lektora
í 40 þús. kr. (þ. e. 100%
hækkun frá 1959).
2. Launakjör tilkallaðra sér-
fræðinga við Landspitalann
(konsulenta).
Skrifað var hréf til stjórn-
arnefndar ríkisspitalanna og
farið fram á viðræður um
málið. Safnað var gögnum
um vinnutíma læknanna,
fengnar upplýsingar frá
Danmörku um kjör lækna i
samhærilegum stöðum þar.
Lagðar voru fram tillögur
með hliðsjón af samningum
sérfræðinga við Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur og
dönsku samriingunum.
Samningafundir voru haldn-
ir með nefnd frá ríkisspítöl-
unum og viðkomandi ráðu-
neytum.
Hinn 15. okt. 1963 sögðu
allir laustráðnir sérfræðing-
ar við Landspítalann upp
störfum sínum frá og með
15. jan. 1964.
Samningar tókust ekki, og
hættu þeir þá störfum eftir
föstum greiðslum, en unnu
einstök verk eftir taxta-
greiðslum, þegar yfirlæknar
óskuðu þess.
Líklegt er, að samið verði
Um sömu kjör og við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur.
3. Siglingastyrkur. Stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna var rit-
að hréf um hann, dags. 7/8
1963, en hún sendi það áfram
til viðkomandi ráðuneytis.
Engin afgreiðsla hefur feng-
izt á máli þessu, þrátt fyrir
ítrekaðar fyrirspurnir; er
málið sagt í athugun.
4. Bílastyrkur. Skrifað var bréf
til stjórnarnefndar ríkisspít-
alanna, dags. 7/8 1963, og
farið fram á hækkun, sem
svaraði til hækkunar verð-
lags og reksturskostnaðar
frá 1954, og var farið fram
á viðræður um málið. Bíla-
styrkur var tekinn af, er
greiðslur liófust samkvæmt
Kjaradómi 1. júlí 1963, og
tekinn með skuldajöfnuðiallt
frá 1. ágúst 1962. Þessu var
mótmælt af launanefnd með
hréfi, dags. 24/9 1963. Bíla-
styrkurinn frá 1. ágúst 1962
til 1. júlí 1963 fékkst endur-
greiddur, eftir að lögfræð-
ingur félagsins hafði sent
fjármálaráðherra inn-
heimtubréf.
Gert er ráð fyrir, að við-
ræður liefjist hráðlega um
bílastyrk í breyttu formi,
þannig að hann vei’ði greidd-
ur vakthafandi læknum í