Læknablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 46
186
LÆKNABLAÐIÐ
á bifreiðasköttum lækna, þann-
ig að læknum var gert að borga
liæstu skatta og tolla af bifreið-
um, en hins vegar voru skattar
og tollar lækkaðir verulega af
bifreiðum til leigubílstjóra. 1
uppbafi þessa árs var einnig
gerð breyting i svipaða átt,
þannig að tollar af bílum til
leigubílsljóra lækkuðu að mun,
en tollar af bifreiðum til lækna
liækkuðu, þó ekki af stærstu
amerisku bílunum, á þeim var
gerð nokkur tollalækkun til al-
mennings og lækna líka.
Sú almenna regla ríkir, að
hinir mikilvægustu atvinnuveg-
ir í þjóðfélaginu fá atvinnutæki
sín með lágum tollum, og eftir
því sem atvinnugreinin er þýð-
ingarmeiri, eru tollarnir lægri.
Tollafyrirkomulagið er því eins
konar mat yfirvaldanna á gildi
starfsgreina i þjóðfélaginu.
Samkv. þessu mati er akstur
fólks í smábílum mikilvægari
en læknisþjónustan í landinu.
Stjórn L.R. hefur liins vegar
ekki getað fallizt á þelta sjónar-
mið stjórnarvalda, og af þvi til-
efni var fjármálaráðlierra ritað
bréf dags. í apríl 1963. Fer það
hér á eftir ásamt fylgiskjölum:
Reykjavík, 6/4 1963.
Fjármálaráðherra
hr. Gunnar Thoroddsen,
Reykjavík.
Okkur hefur verið tjáð, að ríkis-
stjórnin hafi enn á ný ákveðið lækk-
un aðflutningsgjalda af bifreiðum
til leigubílstjóra frá 1. maí 1963.
Jafnframt hefur um svipað leyti
verið lagt fram frumvarp á Alþingi
að nýrri tollalöggjöf, sem felur í
sér hækkun á kaupverði bifreiða til
lækna og almennings í landinu. Ár-
ið 1959 ákvað Alþingi, að verð á
bifreiðum til lækna skyldi vera því
sem næst það sama og til leigubíl-
stjóra. Mun það hafa verið álit Al-
þingis, að báðar þessar stéttir
skyldu fá þessi nauðsynlegu rekstr-
artæki á sama verði. Árið 1960 var
skattlagning á bifreiðir að nokkru
leyti tekin úr höndum Alþingis og
færð í hendur ríkisstjórnar. Það hef-
ur leitt til þess, að nú eru aðflutn-
ingsgjöld á fólksbifreiðum til lækna
100—135% af FOB verði, en á bif-
reiðum til leigubílstjóra 30—40%
(frá 1. maí n.k.).
1 bréfi til rikisstjórnarinnar 1960
benti Læknafélag Reykjavíkur á þá
staðreynd, að engar gildar forsendur
gætu legið til grundvallar mismun
á vöruverði eftir stéttum, aðrar en
mat á þjóðfélagslegu mikilvægi
þeirrar þjónustu, sem notendur at-
vinnutækjanna inna af hendi. Sam-
kvæmt þessu teldi því ríkisstjórnin
akstur farþega í smábifreiðum þýð-
ingarmeiri þjónustu en almenna
læknishjálp. Þessari staðreynd hef-
ur ekki verið mótmælt og fyrra mat
ríkisstjórnarinnar á gildi þjónustu
lækna og leigubílstjóra raunar und-
irstrikuð með ákvörðun um síðustu
verðlækkun á bifreiðum til leigubíl-
stjóra, en væntanlegri verðhækkun
á bifreiðum til lækna. Bifreiðar eru
engu síður nauðsynlegt atvinnutæki
fyrir starfandi lækna en fyrir leigu-
bílstjóra.
Það er naumast hlutverk Lækna-
félags Reykjavikur að leggja endan-
legan dóm á það, hvort læknishjálp
sé meira virði fyrir þegna þjóðfé-
lagsins en akstur farþega í smábif-
reiðum, en þó viljum við leyfa okk-
ur að benda á, að ýmis atvik í sam-