Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 187 bandi við launadeilur lækna hér- lendis og erlendis síðustu ár hafa sýnt, að vanmat á læknisþjónustu er varhugavert, einmitt vegna þess að margir telja hana ómissandi fyr- ir dlla þegna þjóðfélagsins. Vaxandi rekstrarkostnaður lækna hefur ver- ið allveigamikill þáttur í þeim launa- kröfum, sem valdið hafa kjaradeil- um undanfarin ár. Hinn mikli bif- reiðakostnaður lækna hefur því í senn átt drjúgan þátt í að valda launadeilum og torvelda lausnir þeirra. Er sízt að vænta góðs árang- urs af því að mismuna stéttum í verði sömu atvinnutækja, og meta þannig gildi þeirra á grundvelli, sem skiptar skoðanir geta verið um. Það eru þvi eindregin tilmæli Læknafélags Reykjavíkur til hátt- virtrar ríkisstjórnar, að hún hlutist til um, að verð á bifreiðum til lækna verði eigi hærra en til leigubílstjóra og breyting þessi miðist við 1. maí 1963. Til frekari skýringar fylgir hér með afrit af bréfi, sem ritað var til forsætisráðherra, dags. 30. des. ’60. Væntum við svars háttvirtrar rík- isstjórnar við málaleitun þessari hið allra fyrsta. Virðingarfyllst, Arinbjörn Kolbeinsson, form. Snorri P. Snorrason, ritari. Reykjavík, 30. des. 1960. Til forsætisráðherra hr. Ólafs Thors, Reykjavík. Að gefnu tilefni og samkvæmt ósk margra lækna vill stjórn Læknafé- lags Reykjavíkur taka fram eftir- farandi: Á undanförnum árum hefur bif- reiðakostnaður lækna farið ört vax- andi og orðið hlutfallslega hærri útgjaldaliður í læknisþjónustu en áður var. Stafar þetta fyrst og fremst af hinum síhækkandi innf lutningsgjöld- um af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra á undanförnum árum. Hafa tekjur til lækna hvergi nærri auk- izt að sama skapi og kjör þeirra því rýrnað verulega af þessari á- stæðu einni. Árið 1959 féllst Alþingi á að gera nokkra leiðréttingu á þessari stefnu mála og samþykkti, að bif- reiðir til lækna skyldu vera undan- þegnar nýjum bifreiðainnflutnings- gjöldum. Viðurkenndi Alþingi með þessu það sjónarmið lækna, að bif- reiðakostnaður þeirra væri orðinn óeðlilega hár og myndi gera starfs- skilyrði þeirra erfiðari, en afleið- ingin yrði lakari læknisþjónusta. Með efnahagsmálafrumvarpi rík- isstjórnarinnar frá 1960 var fram- angreind eftirgjöf á innflutnings- gjöldum felld niður á læknabifreið- um og jafnframt bættust við nýir innflutningstollar á bifreiðir. Lætur nærri, að með þessum ráðstöfunum ásamt gengisbreytingu hafi verð á læknabifreiðum hækkað um 100 þús- und kr., miðað við ódýrustu tegund- ir amerískra bíla. Er nú svo komið, að horfur eru á, að árið 1960 muni upphæð sú, sem læknar í Læknafélagi Reykja- víkur þyrftu að greiða fyrir nýjar bifreiðir, vegna eðlilegrar endurnýj- unar og aukningar, samsvara veru- legum hluta af ársgreiðslum Sjúkra- samlags Reykjavíkur til allra lækna í Reykjavík. Að sjálfsögðu leggst þessi kostnaður allur á læknisþjón- ustuna, en það getur ýmist komið fram sem hækkað verð á þjónust- unni eða lélegri þjónustu. Þar eð stjórn Læknafélags Reykja- víkur sér fram á óheillavænlega þróun þessara mála, ef ekkert verð- ur að gert, beinir hún þeim ein- dregnu tilmælum til háttvirtrar ríkisstjórnar að fella niður hluta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.