Læknablaðið - 01.12.1964, Síða 52
192
LÆKNABLAÐIÐ
dagbl. Timinn 30. janúar s.l. við
landlækni og nokkra lækna Land-
spítalans.
Þau nýmæli, semfelast í lagafrum-
varpi um breytingu á sjúkrahúslög-
um, munu til nokkurra bóta, hvað
snertir framkvæmdir við nýbygging-
ar sjúkrahúsa, ekki sizt utan Reykja-
vikur. Hvort hin nýju lög koma að
fullum notum til þess að efla rekst-
ur og þjónustu sjúkrahúsanna, velt-
ur mjög á framkvæmd þeirra. Eins
og greiðslum til sjúkrahúsa er nú
hagað, er reksturshalli þeirra óhjá-
kvæmilegur, og stendur þjónustan,
er þau veita, að vissu marki í beinu
hlutfalli við það, hve ríkið greiðir
mikið af reksturshallanum. Þegar
sjúkrahúsin standa misjafnt að vígi
gagnvart hinum opinberu styrkjum,
getur ekki hjá því farið, að slíkt
valdi misjafnri þjónustu. Þykir rétt
að benda á, að þetta fyrirkomulag
bitnar einkum á þeim, sem sízt eru
megnugir að gæta hagsmuna sinna,
þ. e. öldruðu fólki og geðsjúkling-
um.
Ástand það, sem lýst er i ræðu
ráðherra og fram kemur í áður-
nefndu blaðaviðtal við lækna, gefur
ærið tilefni til íhugunar á máli, er
varðar velferð íbúa þessa lands um
langa framtíð.
Af því tilefni viljum við vekja
athygli á nokkrum atriðum, sem
við teljum mjög veigamikil:
1. Viðbótarbygging við Landspital-
ann hefur verið í smíðum í rúm
10 ár, og er enn engum hluta
hennar lokið að fullu.
2. Ýmsar fleiri byggingar þarf að
reisa í sambandi við spítalann
fyrir margháttaða rannsóknar-
starfsemi og þjónustu, til þess
að rekstur hans geti orðið með
þeim hætti, sem sjálfsagt er að
stefna að.
3. Ekki kemur fram, að til sé nein
heildaráætlun um skipulag, stærð
eða samstarf þeirra stofnana,
sem þarna eiga að vera, og því
ekki heldur nákvæm áætlun um,
hvenær þær skuli reisa.
4. Á skipulagsuppdrætti af Land-
spítalalóðinni, sem birtist i dag-
blöðum, kemur fram, að gert er
ráð fyrir að reisa þar margar
nýbyggingar á þröngu svæði.
Augljóst er, að hagnýta verður
til hins ýtrasta það takmarkaða
landrými, sem þar er fyrir hendi,
og varðveita útfærslumöguleika
þeirra stofnana, sem gera má
ráð fyrir, að mest muni þróast
í framtíðinni.
5. Lauslega er áætlað, að til þess
að reisa þessar byggingar burfi
um 250 millj. kr., og bendir ráð-
herrann réttilega á, að brýn
nauðsyn sé að gera ráðstafanir
til að afla fjár til þessar fram-
kvæmda.
6. 1 áðurnefndu blaðaviðtali við
lækna Landspítalans kemur
fram nokkur óánægja með þær
framkvæmdir, sem þegar hafa
verið gerðar og í sumum tilvik-
um jafnvel efasemdir um, að vel
muni takast að leysa þau verk-
efni, sem óunnin eru og þarfn-
ast úrlausnar i náinni framtíð.
Einnig kemur fram, að megin-
hlutverk Landspítalans er að
vera háskóla- og kennsluspitali
fyrir læknanema, hjúkrunar-
nema og ljósmæðranema, og
fyrirsjáanlegt, að hann muni
verða aðalstofnun þjóðarinnar í
þeim efnum, þar til ibúatalan
hefur komizt yfir 2 milljónir.
7. Þá er tekið fram, að menntun
hérlendra lækna í framtíðinni
velti mjög á því, hvernig tekst
að gera Landspitalann úr garði
sem háskólastofnun, en lækna-
menntunin er undirstaða læknis-
þjónustunnar.
8. Hér er verið að vinna að mikils-