Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1964, Page 59

Læknablaðið - 01.12.1964, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 195 sjúkrahúsþörf Reykjavíkur og landsins alls, heldur að vera eini háskólaspítalinn í landinu um langa framtíð eða þar til þjóðin hefur náð íbúatölu um eða yfir 2 millj. Mikið veltur á því fyrir menntun læknanna hér á landi, að vel takist að gera Landspítal- ann sem bezt úr garði. Góð læknamenntun er undirstaða góðrar læknisþjónustu. Verði mistök í þessum efnum, mun reynast erfitt að leiðrétta þau, bæði vegna kostnaðar og einnig vegna þess, að landrými Land- spitalans er og verður ætíð mjög takmarkað. 6. Lauslega er áætlað, að bygging- ar, sem reisa þarf á Landspítala- lóðinni á næstu árum, muni kosta rúmar 250 milljónir kr. Ráðherr- ann bendir réttilega á, að mikil nauðsyn beri til þess, að gerðar séu ráðstafanir til þess að afla fjár til þessara framkvæmda. 1 framkvæmdaáætlun ríkisstjórn- arinnar fyrir árabilið 1963—’66, sem gefin var út 1963, er gert ráð fyrir því, að heildar fjár- framlög til sjúkrahúsbygginga verði á þessu þriggja ára tíma- bili um 50 millj. kr.; af þeirri fjárhæð yrði hlutur Landspítal- ans ekki stór. Þó að hér hafi aðallega verið rætt um Landspítalann, sem ríkið sér um að öllu leyti, þá er einnig þörf á að hraða byggingu Borgarspítal- ans, St. Jósefsspítala í Reykjavík og bæta úr sjúkrahússkorti geð- sjúkra og aldraðs fólks. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur leyfir sér hér með að benda hæst- virtum heilbrigðismálaráðherra á eftirfarandi: 1. Hvort ekki sé tímabært að setja á stofn heilbrigðis- og vísinda- málaráðuneyti með sérstökum ráðuneytisstjóra. 2. Hvort ekki sé hagkvæmt að stofna embætti sjúkrahúsmála- stjóra, er annist yfirumsjón sjúkrahúsframkvæmda ásamt ráðgefandi nefnd til þess að tryggja nýtingu nauðsynlegrar sérþekkingar varðandi þessi mál. 3. Hvort ekki sé rétt að breyta reglum um skipun stjórnarnefnd- ar rikisspitalanna, þannig að þar verði lögð megináherzla á mennt- un og fræðilega þekkingu þeirra manna, er nefndina skipa. 4. Hvort ekki sé óhjákvæmilegt að gera nákvæma áætlun um þá starfsemi, sem fram á að fara á Landspítalalóðinni og efna til samkeppni meðal arkitekta, inn- lendra og erlendra, um skipulag og staðsetningu húsa þar. Til þess að beina þróunarmálum sjúkrahúsa inn á heillavænlegri framfarabraut þarf nána samvinnu margra aðila og alveg sérstaklega stjórnmálamanna og lækna. Við teljum, að heilbrigðismálunum yfir- leitt hafi verið of lítill gaumur gef- inn af stjórnmálamönnum og jafn- vel af læknum líka, en ræða heil- brigðismálaráðherra 23. janúar s.l. markar stefnubreytingu í þessum málum, sem fagna ber og fagnað verður af læknum og raunar lands- mönnum öllum. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafél. Reykjavíkur Arinbjörn Kolbeinsson, form. Snorri P. Snorrason, ritari. Unnið að leiðréttingu vegna málshöfðunar á lækni. Árið 1959 veitti dómsmála- ráðuneytið einum þekktum ó- reglumanni gjafsókn til þess að höfða mál á lækni hér í Reykja- vík, en tilefni þess var læknis- verk, sem framkvæmt var árið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.