Læknablaðið - 01.12.1964, Page 66
202
LÆKNABLAÐIÐ
son, Jón Sigurðsson, Oddur Ólafs-
son, Bergsveinn Ólafsson.
f. h. Nesstofu h/f:
Eggert Steinþórsson, Ólafur Jó-
hannsson, Guðmundur Björnsson.
f. h. Lœkna í Domus Medica:
Hannes Þórarinsson, Stefán Boga-
son, Kjartan Magnússon.
Reykjavík, 8/6 1963.
Til stjórnar Domus Medica,
Brautarholti 20, R.
Þökkum bréf yðar frá 4/6 1963
og meðfylgjandi uppkast að „sam-
komulagi".
Við teljum þær upplýsingar, sem
fram koma í bréfinu, mikilsverðar
og að þær sýni, að gengið hefur ver-
ið til móts við ýmsar þær óskir,
sem L.R. setti fram í bréfi sínu
frá 24/5 sl.
Við viljum þó taka eftirfarandi
fram:
Það er skiljanlegt, að févana fyrir-
tæki geti ekki lagt í mikinn undir-
búningskostnað, en það teljum við
engu að síður miður farið, þegar
um er að ræða Domus Medica,
læknahús, sem á að vera læknastétt-
inni til vegs og virðingar um langa
framtíð. Eru torskilin þau rök, að
samkeppni meðal architecta um
skipulagningu hússins hefði getað
orðið „vafasamur ávinningur", jafn-
vel þótt „ungir og óreyndir archi-
tectar" hefðu valizt til keppninnar
i stað hinna eldri, sem eru „yfirleitt
ofhlaðnir störfum".
Það er hins vegar uppörvandi að
frétta, að leyst hafa verið skipulags-
vandamál þess hluta hússins, sem
ætlað er fyrir lækningastarfsemi.
Vitum við ekki betur en að til þess
að uppfylla kröfur viðkomandi
lækna í því efni hafi grundvallar-
uppdráttum hússins verið breytt
verulega frá þeim uppdráttum, er
stjórn Domus Medica lagði fram á
fundi með stjórn L.R. í marz s.l.
Teljum við, að þetta bendi til, að sú
gagnrýni, sem fram var sett í bréfi
okkar frá 24/5 sl. um röng stærðar-
hlutföll hússins, hafi verið á rökum
reist.
Varðandi 8. lið bréfs okkar vilj-
um við taka fram, að ekki er þar
um að ræða bann, heldur fullyrð-
ingu á atriði, sem við töldum, að
ekki gæti orðið ágreiningsefni.
Uppkast að samkomulagi Domus
Medica og lækna ber með sér, að
það atriði er komið á nokkurn rek-
spöl, en ekki leyst til frambúðar.
Uppiýsingar í bréfi yðar um fjár-
hagslegan undirbúning byggingar-
innar gefur tilefni til bjartsýni og
aukins trausts á fyrirtækið.
Væntum við þess, að það verði
til að hvetja lækna til vaxandi
stuðnings við Domus Medica.
Virðingarfyllst,
f. h. stjórnar Læknafél. Reykjavikur
Bjarni Konráðsson, gjaldkeri
Snorri P. Snorrason, ritari.
Læknisþjónustunefnd.
í september barst Læknafé-
laginu bréf frá borgarstjóra, þar
sem félaginu var tjáð, að ákveð-
ið væri að setja á laggirnar
nefnd til að endurskoða læknis-
þjónustuna í Reykjavík utan
sjúkrahúsa og samband hennar
við sjúkrahúsin og gera tillögur
til úrbóta og breytinga. Var ósk-
að eftir því, að Læknafélag
Reykjavíkur tilnefndi einn
mann í nefndina, en formaður
hennar skyldi vera horgarlækn-
ir. Stjórn L.R. tilnefndi Arin-
björn Ivolbeinsson í nefnd þessa.
Nefnd þessi tók til starfa i byrj-
un febrúar og hefur haldið viku-
lega fundi síðan.