Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1964, Page 66

Læknablaðið - 01.12.1964, Page 66
202 LÆKNABLAÐIÐ son, Jón Sigurðsson, Oddur Ólafs- son, Bergsveinn Ólafsson. f. h. Nesstofu h/f: Eggert Steinþórsson, Ólafur Jó- hannsson, Guðmundur Björnsson. f. h. Lœkna í Domus Medica: Hannes Þórarinsson, Stefán Boga- son, Kjartan Magnússon. Reykjavík, 8/6 1963. Til stjórnar Domus Medica, Brautarholti 20, R. Þökkum bréf yðar frá 4/6 1963 og meðfylgjandi uppkast að „sam- komulagi". Við teljum þær upplýsingar, sem fram koma í bréfinu, mikilsverðar og að þær sýni, að gengið hefur ver- ið til móts við ýmsar þær óskir, sem L.R. setti fram í bréfi sínu frá 24/5 sl. Við viljum þó taka eftirfarandi fram: Það er skiljanlegt, að févana fyrir- tæki geti ekki lagt í mikinn undir- búningskostnað, en það teljum við engu að síður miður farið, þegar um er að ræða Domus Medica, læknahús, sem á að vera læknastétt- inni til vegs og virðingar um langa framtíð. Eru torskilin þau rök, að samkeppni meðal architecta um skipulagningu hússins hefði getað orðið „vafasamur ávinningur", jafn- vel þótt „ungir og óreyndir archi- tectar" hefðu valizt til keppninnar i stað hinna eldri, sem eru „yfirleitt ofhlaðnir störfum". Það er hins vegar uppörvandi að frétta, að leyst hafa verið skipulags- vandamál þess hluta hússins, sem ætlað er fyrir lækningastarfsemi. Vitum við ekki betur en að til þess að uppfylla kröfur viðkomandi lækna í því efni hafi grundvallar- uppdráttum hússins verið breytt verulega frá þeim uppdráttum, er stjórn Domus Medica lagði fram á fundi með stjórn L.R. í marz s.l. Teljum við, að þetta bendi til, að sú gagnrýni, sem fram var sett í bréfi okkar frá 24/5 sl. um röng stærðar- hlutföll hússins, hafi verið á rökum reist. Varðandi 8. lið bréfs okkar vilj- um við taka fram, að ekki er þar um að ræða bann, heldur fullyrð- ingu á atriði, sem við töldum, að ekki gæti orðið ágreiningsefni. Uppkast að samkomulagi Domus Medica og lækna ber með sér, að það atriði er komið á nokkurn rek- spöl, en ekki leyst til frambúðar. Uppiýsingar í bréfi yðar um fjár- hagslegan undirbúning byggingar- innar gefur tilefni til bjartsýni og aukins trausts á fyrirtækið. Væntum við þess, að það verði til að hvetja lækna til vaxandi stuðnings við Domus Medica. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafél. Reykjavikur Bjarni Konráðsson, gjaldkeri Snorri P. Snorrason, ritari. Læknisþjónustunefnd. í september barst Læknafé- laginu bréf frá borgarstjóra, þar sem félaginu var tjáð, að ákveð- ið væri að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða læknis- þjónustuna í Reykjavík utan sjúkrahúsa og samband hennar við sjúkrahúsin og gera tillögur til úrbóta og breytinga. Var ósk- að eftir því, að Læknafélag Reykjavíkur tilnefndi einn mann í nefndina, en formaður hennar skyldi vera horgarlækn- ir. Stjórn L.R. tilnefndi Arin- björn Ivolbeinsson í nefnd þessa. Nefnd þessi tók til starfa i byrj- un febrúar og hefur haldið viku- lega fundi síðan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.