Læknablaðið - 01.12.1964, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ
203
Saga Læknafélags
Reykjavíkur.
Svo sem áður hefur verið tek-
ið fram í fyrri ársskýrslum, hef-
ur verið gert samkomulag við
Pál Kolka lækni um að rita sögu
L.R. í tilefni af 50 ára afmæli
félagsins. Var ætlunin, að þessu
verki yrði lokið á síðastliðnu ári,
en af því gat ekki orðið vegna
ýmissa forfalla Páls Ivolka. Hef-
ur hann nú tjáð stjórn félagsins,
að liann sé kominn nokkuð á
veg með verk þetta og telji lík-
legt, að hann muni geta lokið
þvi á næsta sumri; enda færi
vel á því, að þessu verki yrði
lokið fyrir næsta haust, en þá
á félagið 55 ára afmæli.
Tillögur um lagabreytingar.
Á ahnennum félagsfundi í
febrúar var horin fram tillaga
um lagabreytingu þess efnis, að
sett yrði á laggirnar ný nefnd
til þess að semja fyrir sjúkra-
húslækna, sem taka greiðslur
frá sjúkrasamlögum og Trygg-
ingastofnun rikisins. Svo sem
kunnugt er, vinna læknar þess-
ir eftir tveimur gerólíkum kerf-
um; annað er taxtagreiðslur
og liitt jöfnunarsjóðsgreiðslur.
Samningarnir um taxtagreiðsl-
ur hafa valdið miklum ágrein-
ingi milli Læknafélagsins og
Sjúkrasamlagsins, og hefur sá
ágreiningur, eins og áður er get-
ið, verið lagður í gerðardóm.
Talið er heppilegast fyrir fram-
þróun þessara mála, að sérstök
nefnd viðkomandi sjúkrahús-
lækna sjái algerlega um þessa
samninga. Allir virðast nú sam-
mála um, að jöfnunarsjóðs-
fyrirkomulagið sé með öllu ó-
liæft, og er því líklegt, að samn-
ingarnir muni eingöngu snúasl
um greiðslur, sem hyggjast á
taxta félagsins.
Ný læknafélög.
Tvö læknafélög hafa verið
stofnuð á svæðafélaginu á sl.
starfsári, enda þótt þau séu ekki
beinlínis deildir innan L.R. Fé-
lög þessi eru:
Gigtsjúkdómafélag íslenzkra
lækna, sem stofnað var 20. marz
1963. Formaður þess er Sigurð-
ur Samúelsson, en meðstjórn-
endur Haukur Þórðarson og
Páll Sigurðsson. Aðaltilgangur
þessa félags er að efla þekkingu
íslenzkra lækna á gigtsjúkdóm-
urn og tryggja sem bezta rann-
sókn og meðferð gigtsjúklinga.
Félag þetta er opið öllum ís-
lenzkum læknum.
Félag lækna við heilbrigðis-
stofnanir. Félag þetta var stofn-
að 7. fehr. 1964, og er formað-
ur þess Ásmundur Rrekkan,
en meðstjórnendur eru örn
Bjarnason, Guðjón Lárusson,
Árni Björnsson og Ivjartan B.
Kjartansson. Um væntalega
starfsemi félagsins og stofnun
þess segir svo í bréfi frá for-
manni þess til L.R. hinn 4. marz
1964: