Læknablaðið - 01.12.1964, Side 69
LÆ KN ABLAÐIÐ
205
Brekkan. HófiS sátu um 200
manns. Mun það næstfjölmenn-
asta árshátíð L.R.
Lokaorð.
Hér að framan hefur verið
drepið á þau helztu mál, sem
stjórn Læknafélagsins hefur
haft með höndum á sl. ári.
Stærsta málið er Kjaradómur,
og hefur reynzt mikið og all-
erfitt verk að tryggja fram-
kvæmd hans á þann hátt, sem
læknar telja eðlilega, og eru enn
nokkur ágreiningsatriði í þeim
efnum óútkljáð.
Niðurstöður Kjaradóms liafa
liaft í för með sér verulegar
kjarahætur fyrir alla fastráðna
lækna. Hækkanir þær, sem feng-
izt hafa, svara nokkurn veginn
til þeirra hækkana, sem óskað
var eftir i læknadeilu 1962, en
það var aðeins hugsað sem einn
áfangi á langri leið til viðunandi
framtíðarfyrirkom ulags. Einn
flokkur lækna er þó enn nokk-
uð afskiptur í þessu efni, og
verður Iialdið áfram að vinna
að þeim málum, þar til full leið-
rétting er fengin.
Setning laga um samningsrétt
opinherra starfsmanna hefur
því mótað merk tímamót í
kjaramálum lækna. 1 því sam-
bandi er rétt að minnast þess,
að launadeila sú, sem læknar
átlu í 1962, átti drjúgan þátt i
því, að lög þessi voru sett á því
ári. Það, sem aðallega ýtti á
eftir selningu laganna, voru
launadeilur kennara, náttúru-
fræðinga og lækna. Sýnt þótti,
að kennarar og náttúrufræðing-
ar mundu ekki leggja út í alls-
herjaruppsagnir, en þegar lækn-
ar höfðu undirbúið það mál og
ákveðið óafturkallanlega, að
þeir myndu segja upp, yrði
ekki gengið að kröfum þeirra,
komst skriður á afgreiðslu lag-
anna.
Ekki mun heldur tilviljun, að
niðurstöður Kjaradóms um kjör
lækna eru næstum þvi þær sömu
og farið var fram á i launakröf-
um lækna 1962. I því sambandi
er rétt að minna á, að þegar
sætt var gerð um, að læknar
hiðu og sættu úrslitum Kjara-
dóms, var það gert með því for-
orði, að þeir, sem óánægðir yrðu
með niðurstöður Kjaradóms,
kynnu að segja aftur upp störf-
um, og féllst ráðuneytið m.a.s.
á að tefja ekki slíkar uppsagnir,
ef fram skyldu koma. Einnig
kom þar skýrt fram, að læknar
mundu ekki sætta sig við neitt
annað i þessum efnum en að
gengið yrði að kröfum þeirra
að fullu.
í sumum tilvikum Iiefur kröf-
unum frá 1962 verið fullnægt,
i öðrum tilvikum vantar enn
nolckuð á, að svo sé, miðað við
óbreytt verðlag, en það hefur
breytzt mikið.
Umræður standa enn yfir, og
veltur að sjálfsögðu á um fram-
vindu jiessa máls, hvernig þær
muni takast. Yfirleitt er munur