Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 70
206
LÆKNABLAÐIÐ
sá, er hér um ræðir, lítill og
óhætt að telja vonir standa til,
að friðsamleg lausn þessara
mála náist. Meðalmánaðar-
hækkun nemur um 8 þús. kr.
eða árshækkun tæpum 100 þús.
kr. Hækkanir þessar ná til rúm-
lega 70 lækna, og er heildar-
hækkun af þessum sökum til fé-
laga L.R. um 7 millj. kr. á ári,
og eru þá ekki taldar að fullu
ýmsar hækkanir vegna Kjara-
dóms, sem koma til lækna, sem
ekki eru í föstum stöðum.
Heildarhækkanir á samning-
um sjúkrasamlagslækna urðu á
árinu tæp 20%, og standa nú
samningar yfir um kjör þeirra.
Árlegar heildargreiðslur til
lækna á félagssvæði L.R. hafa
því hækkað um rúmar 10 millj.
kr. árið 1963.
Verkaskipting lækna hefur
farið vaxandi á árinu, og hafa
allmargir sérfræðingar hætt
heimilispraxís. Hefur reynzt
mjög erfitt að fá hcimilislækna
fyrir þau sjúkrasamlagsnúmer,
sem þannig hafa losnað.
Ráðinn var framkvæmda-
stjóri fyrir félagið, sem vinnur
að vísu aðeins hluta úr degi, en
ætlunin er, að félagið geti haft
efni á að nýta starfskrafta hans
hetur, og er full þörf á þvi, að
hann vinni þar hálfan daginn.
Reynslan hefur þegar sýnt, að
vinna slíks „fagmanns“ marg-
horgar sig í aðgæzluýmissafjár-
mála fvrir læknastéttina, enda er
ógerningur fyrir stjórn félagsins
að komast yfir öll þau verkefni,
sem leysa þarf i hjáverkum. T.d.
má geta þess, að á síðastliðnu
ári voru skrifuð á vegum félags-
ins vfir 100 bréf, og auk þess
skýrslur og greinargerðir. Af
þessu er augsýnilegt, að starf-
semi skrifstofunnar hlýtur að
aukast mjög í framtíðinni.
Þar sem þessi skýrsla er hin
síðasta, sem núverandi stjórn
gefur um starfsemi sína, þykir
rétt að rifja upp hér i örfáum
orðum þá áætlun, sem stjórnin
gerði, er hún tók við.
Það voru þrjú meginverkefni,
sem hún hugðist taka fyrir:
1) Leiðrétta kjaramál lækna,
2) auka verkaskiptingu og bæta
starfsaðstöðu lækna, 3) auka
afskipti læknasamtakanna og
einstakra lækna af heilbrigðis-
og félagsmálum.
Um kjaramálin er það að
segja, að i þeim hefur náðst
fyrirhugaður árangur fyrir
flesta ])á hópa lækna, sem fylgt
liafa ráðleggingum og fvrirmæl-
um stjórnarinnar í kjaramálum,
shr. III. og V. töflu.
Verkaskipting lækna hefur
aukizt svo sem ráð var fyrir
gert, og þróun þeirra mála hef-
ur verið beint inn á vissar braut-
ir og þannig mörkuð ákveðin
spor fvrir framtíðina.
Þriðja atriðið, um áhrif
læknasamtakanná og einstakra
lækna á heilbrigðis- og félags-
mál, er aðeins á byrjunarstigi.
Fyrsti þáttur þessarar þróunar