Læknablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 85
LÆKNABLAÐIÐ
217
Almenna læknisstarfið hefur
lent í niðurniðslu. Fyrir 20 til
30 árum var reglan sú, að helm-
ingur ungra lækna lagði fyrir
sig almennar lækningar, en nú
ekki meira en þriðjungur.
Liggja til þess ýmsar orsakir.
Háskólanámið miðar ekki að
því að kynna stúdentunum al-
mennar lækningar, heldur að
því að gera þá að sérfræðing-
um. Á þessu timahili hafa marg-
ir spítalar verið reistir, auk þess
sem starfslið spítaladeildanna
hefur verið aukið. í Danmörku
nemur þessi aukning á lækna-
liði spítalanna meira en 50%
frá því, sem var fyrir 6 til 7
árum. Laun og starfsskilyrði al-
mennra lækna hafa heldur ekki
gert almennt læknisstarf eftir-
sóknarvert. Engu að síður er
hlutverk þeirra í heilhrigðis-
þjónustunni mikilvægt, ekki ein-
göngu á sviði heilsuverndar og
lækninga, heldur og á sviði
læknavísinda.
Alls staðar annars staðar en
í Danmörku er læknaskortur-
inn í dreifbýlinu mjög sár. Að-
eins á einum stað liafa Svíar
komið sér upp miðstöð, þar sem
margir læknar vinna saman, og
eru þar notaðar flugvélar til
þess að flytja lækna og sjúkl-
inga.
Lítillega var minnzt á launa-
mál, og þá háru Norðmenn sig
illa, en Svíar tóku lítinn þátt í
þeim umræðum.
Ekkert var sagt í þessum um-
ræðum, sem kom mönnum á ó-
vart. Þetta voru allt gömul vand-
ræði, sem menn höfðu þaulrætt
hver í sínu heimalandi. En það
þótti gott að rifja þetta upp við
nágrannana og einnig það að
kynnast hver öðrum. Engar
mikilvægar samþykktir voru
gerðar.
Sænska læknafélagið veitti af
mikilli rausn hæði brauð og
skemmtanir. Þó að ég legði ekki
mikið til málanna, varð ég þess
greinilega var, að það var vel
metið, að L.I. sendi fulltrúa á
fundinn. Sjálfum fannst mér
förin ekki farin til einskis.