Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 86
218
LÆKNABLAÐIÐ
')rá lœkhutn
Agnar Þorgeirsson cand. med.,
settur héraðslæknir í Kirkjubæjar-
héraði, var enn settur til þess að
gegna því héraði frá 1. júlí til 1.
sept. 1964.
Magnús Karl Pétursson cand.
med. var settur héraðslæknir í Flat-
eyrarhéraði frá 1. júlí til 1. okt.
1964, og auk þess í Suðureyrarhér-
aði frá 15. júní 1964.
Tryggvi Ásmundsson cand. med.
var ráðinn að.stoðarlæknir héraðs-
læknisins í Akraneshéraði í sumar-
orlofi hans frá 19. júní til 19. júlí
1964.
Víglundur Þorsteinsson cand.
med. var ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknisins í Vestmannaeyjum
júlímánuð 1964.
Þórhallur B. Ólajsson, héraðs-
læknir í Búðardalshéraði, hefur
verið skipaður héraðslæknir í Vest-
mannaeyjum frá 1. ágúst 1964.
Haukur S. Magnússon læknir
var skipaður héraðslæknir í Aust-
ur-Egilsstaðahéraði frá 1. júní 1964.
Jón R. Árnason læknir var sett-
ur héraðslæknir í Neshéraði frá
1. til 31. maí 1964.
Gísli Þorsteinsson cand. med. var
ráðinn aðstoðarlæknir héraðslækn-
isins í Blönduóshéraði í orlofi hans
frá 1. júlí til 1. ágúst 1964.
Þorsteinn . Sigurðsson, héraðs-
læknir í Norður-Egilsstaðahéraði,
var settur til þess að gegna Bakka-
gerðishéraði ásamt sínu héraði frá
1. júlí 1964 og þar til öðruvísi yrði
ákveðið.
Ernst Pétur Daníelsson cand.
med. var ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknisins í Laugaráshéraði
frá 10. júlí til 10. ágúst 1964.
Henrik Linnet, héraðslæknir í
Vestmannaeyjum, hefur fengið
lausn frá því embætti frá 1. ágúst
1964 að telja.
Björn Önundarson, héraðslæknir
í Flateyrarhéraði, hefur fengið
lausn frá embætti frá 1. júlí 1964
að telja.
Halldór Guðnason cand. med.
hefur hinn 20. maí 1964 fengið
leyfi til þess að stunda almennar
lækningar hér á landi.
Örn Smári Arnaldsson cand.
med. hefur verið ráðinn aðstoðar-
læknir héraðslæknisins á Akur-
eyri frá 1. júní til 15. júlí 1964.
Svanur Sveinsson, héraðslæknir
á Reykhólum, var settur til þess
að gegna Búðardalshéraði ásamt
sínu héraði frá 1. ágúst 1964 og
þar til öðruvísi yrði ákveðið.
Magnús Karl Pétursson var sett-
ur héraðslæknir í Flateyrarhéraði
til 1. nóv. 1964 (framlenging).
Vigfús Magnússon, héraðslæknir
í Víkurhéraði, var frá 1. sept. 1964
og þar til öðruvísi yrði ákveðið
.settur til að gegna Kirkjubæjar-
héraði ásamt sínu héraði. Frá sama
tíma hætti Arnar Þorgeirsson
cand. med. störfum í héraðinu.
Valur Júlíusson læknir hefur
verið skipaður héraðslæknir í
Seyðisfjarðarhéraði frá 31. ágúst
1964.
Eggert Einarsson hefur fengið
lausn frá embætti héraðslæknis í
Borgarneshéraði frá 30. nóv. 1964
fyrir aldurs sakir.