Læknablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
5
ingur að fá vaxandi lömun í
hægri hönd og ganglim, og bera
tók á taltruflunum (dysphasia).
Þessi einkenni jukust næstu
fjóra dagana, þannig að hann
varð alveg afasiskur og hafði
mikla helftarlömun hægra
megin.
Við komuna í sjúkrahúsið var
sjúklingurinn með nánast full-
komna aphasiu, en virtist skilja
vel flest, sem sagt var við hann,
og svaraði „já“ eða „nei“, eftir
því sem við átti. Nokkuð har
á þrástagli (perseveratio), en
hann virtist átta sig á stað og
stund, eftir þvi sem hezt varð
ufn dæmt. Minni virtist gott og
ekki bar á „dyspraxi“.
Heilaiaugar: Greinileg hægri
helftarhlinda (hemianopsia);
minnkað húðskvn hægra meg-
in i andliti, og bað var greini-
leg andlitslömun hægra megin
(central). Vöðvapróf: Mikil
lömun í hægri hendi og ganglim
með létt aukinni vöðvaspennu
(tonus) og viðhrögðum (reflex-
um) þeim megin; Babinski
liægra megin. Skynpróf:
Minnkað húðskyn á hægri
liendi, ganglim og hol. Sam-
liæfing: Klaufalegar hreyfing-
ar á hægri hendi og ganglim,
sem vafalaust var vegna löm-
unar. Hringvöðvastarfsemi var
eðlileg. Það var eðlilegur æða-
sláttur á báðum hálsslagæðum
(carotis). Blóðþrýstingur 135/
90, púls 80/min.
Þegar eftir komu í sjúkra-
húsið var framkvæmd æða-
myndataka með inndælingu
skuggaefnis í liálsslagæð (ca-
rotis angiografia) vinstra meg-
in, sem sýndi nánast fullkomna
lokun á Sylvian æðum (1. og
2. mynd). Vegna þessa var
sjúklingi gefið æðaútvíkkandi
lyf (þótt árangur slikra lyfja
sé mjög vafasamur), svo og
segavarnarlyf.
Sjúklingi fór jafnt og þélt
batnandi næstu daga, einkum
lagaðist aphasian, og um tíu
dögum eftir komu (rúmum
þremur vikum eftir slysið)
hafði liann nokkra taltruflun
og lalaði mjög hægt, en ekki
bar á neinum sálrænum
truflunum, sem rekja mætli
til heilaskemmda. Hann virtist
glaðlegur, og minni var gott.
Ekki bar á neinum höfuðverk,
og hann kvað líðan sina mjög
góða. Sjónsviðið var nú orðið'
eðlilegt, en enn þá var lítilS
háttar lömun hægra megin i
andliti, i hægri hendi og gang-
lim. Babinski fékkst fram
liægra megin, en húðskvn var
nú eðlilegl. Er hann útskrif-
aðist 25. marz (15 dögum eftir
komu), har aðeins á stami hjá
honum, og hann sagðist slund-
um eiga erfitt með að finna
réttu orðin. Nokkur lömun var
enn þá í útlimum og andliti.
Babinski var enn jákvæður
hægra megin og taugaviðbrögð
aukin þeim megin.
í júní (fjórum mánuðum