Læknablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 68
34
LÆKNABLAÐIÐ
PAS. Hjá um 90% þeirra sjúkl-
inga, sem höfðu ekki fengið
meðferð áður, voru hrákarækt-
anir neikvæðar, en lijá um 75%
lokun á holum eftir sex mánaða
meðferð. Árangur var um 10%
lélegri hjá þeim sjúklingum,
sem áður höfðu fengið lyfja-
meðl'erð.
Afturkast kom fyrir hjá 3—
5% sjúklinga, sem höfðu feng-
ið 3—5 ára meðferð, en liundr-
aðstala afturkasts var hærri eða
allt að 10% hjá þeim sjúkling-
um, er höfðu “open negative
syndrome”. Afturkast var 10—
20%, þegar um var að ræða
fylltar liolur, en um 5% hjá
sjúklingum með grónar liolur.
Um 16 af liundraði fengu aft-
urkast eftir margra ára með-
ferð.
Trendelenhurg kvað dánar-
hlutfall mjög lágt við lyfjameð-
ferð og brýndi fyrir mönnum að
hafa það mjög i huga við mat
og val sjúklinga til skurðað-
gerðar.
Næstur talaði Brunner frá
Ziirich um berkildi (tuher-
culoma). Á árunum 1949
lil 1960 voru gerðar að-
gerðir á 78 sjúklingum
með berkildi. Hjá þessum
sjúklingum fundust 50 virk
herkildi, en i 80% allra tilfella
kvað Brunner skurðaðgerð
hafa verið hráðnauðsynlega.
Heildardánartalan var 2.5%, en
enginn sjúklingur hafði látizt
eftir skurðaðgerð frá 1954.
Fullri heilsu náðu 96%. Brun-
ner taldi, að við berkildum,
seni væru minni en 2 cm í þver-
mál, hæri að nota lyf, en skil-
yrðislaust nema hurtu stærri
berkildi.
Nuhoer frá Utrecht skýrði frá
árangri af skurðlæknismeðferð
lungnaherkla við liáskólaspít-
alann þar á árunum 1945 lil
1965. Alls voru gerðar 1730 að-
gerðir, en heildardánartalan var
um 1.27%. Gerðar höfðu verið
aðgerðir á háðum lungum hjá
71 sjúklingi án dauðsfalls.
Dánartala eftir lungnaúrnám
(pneumonectomia) var 4.5%,
en eftir loheclomia 1.9% og
eftir resectiones segmentales
0.4%. Siðastliðin sex ár höfðu
Utrecht-menn ekki séð endur-
virkni (reactivatio) lijá sjúkl-
ingum sínum, en fyrir þann
tima kom slíkt fvrir hjá 3.7%.
Fistlar að lungnaberkjum komu
fyrir hjá 0.6% sjúklinga. Tíð-
ustu dánarorsakir voru æða-
stíflur (emholia).
Nuhoer lagði mikla áherzlu
á góða eftirmeðferð með lvfj-
um. Iljá flestum sjúklingum í
endurvirkni reyndist vera um
eftirköst að ræða, og algengast
var, að þau kæmu fram um
þremur árum eftir aðgerð; enn
fremur hafði i þessum hópi ver-
ið mikill liluti sjúklinga, sem
hafði ekki hlýtt fyrirmælum um
lyfjameðferð að aðgerð afstað-
inni.
Gierhake frá Giesen skýrði