Læknablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
39
FRÁ LÆKNAFÉLAG!
Aðalfundur Læknafélags Mið-
vesturlands var lialdinn í Stylck-
ishólmi laugardaginn 12. júní
1965. Mættir voru: Bragi Níels-
son, Páll Gíslason, Torfi Bjarna-
son, Jón Jóhannesson, Guð-
mundur Þórðarson, Þórður
Oddsson og Arngrímur Björns-
son. Á félagaskrá eru þar að
auki: Hallgrímur Björnsson,
Svanur Sveinsson og Guðmund-
ur Magnússon.
1. Formaður setti fundinn
og fól ritara að lesa upp lög
félagsins. Bauð hann því næst
velkominn nýjan félagsmann,
Jón Jóhannesson frá Búðardal.
Síðan ræddi hann nokkuð mál
síðasta læknaþings, úrsögn úr
B.S.B.B., aðild að Bandalagi há-
skólamanna, læknaskort dreif-
býlisins o. fl. Samþvkktar voru
einróma tvær eftirfarandi til-
lögur:
„Aðalfuudur Læknafélags
Miðvesturlands, haldinn í
Stykkishólmi 12. júní 1965,
skorar hér með á stjórn L.I.,
að hún heiti sér fyrir því,
að mjög l)i'áðlega verði stofn-
að prófessorsembætti i al-
mennum lækningum við IIá-
skóla Islands.“
„Aðalfundur L.M., haldinn
í Stykkishólmi 12. júni 1965,
skorai' hér með á stjórn L.Í.,
að hún beiti sér fvrir því við
ríkisstjórnina, að læknar fái
MIÐVESTURLANDS.
eftirgjöf á tollum innfluttra
bifreiða til jafns við atvinnu-
bifreiðastjóra.“
2. Ritari skýrði því næst frá
fundum og samningagerð við
Tryggingastofnun rikisins. Var
taxti héraðslækna hækkaður úr
57 í 61 krónu fvrir almenna
skoðun. Formaður skýrði frá
starfi sínu í launamálanefnd L.í.
við samningu nýrrar gjaldskrár
fyrir L.l. Eftir nokkrar umræð-
ur var samþykkt breytingartil-
laga frá Guðmundi Þórðarsyni:
teknar tvær tennur með deyf-
ingu kr. 115.00.
3. Umræður um lagafrum-
varp L.l.
4. Gjaldkeri lagði fram end-
urskoðaða reikninga félagsins,
og voru þeir samþykklir ein-
í’óma.
5. Stjórnarkosning. Páll
Gíslason formaður, Þórður
Oddsson ritari, og þar sem Arn-
grímur Björnsson baðst undan
endurkosningu, var Guðmund-
ur Þórðarson kosinn gjaldkcri
i hans stað. Þórður Oddsson
var kosinn fulltrúi á þing L.í.
og lil vara Guðmundur Þórðar-
son. Arngrímur Björnsson var
kosinn endurskoðandi reikn-
inga.
Fundi var síðan frestað.
Um kvöldið sátu fulltrúar á-
gætt hóf á heimili Guðmundar
Þói’ðarsonar.