Læknablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
11
að nú sé þessu marki náð. Þar
með er óþarfi, að stéttin liafi
flciri en eina launanefnd, auk
þess sem það hlýtur að verða
mikill styrkur, að ein og sama
nefndin marki stefnuna í launa-
málum. Sú nefnd hlýtur að
vinna í nafni heildarsamtak-
anna. í greininni er lagl til, að
9 nefndarmenn af 11 hafi bú-
selu í Reykjavík eða næsta ná-
grenni. Þetta er gert til þess
að tryggja það, að nefndin verði
starfhæf. Allir mciri háttar
samningar fara fram í Revkja-
vík. Áður en samningar hefjast,
þurfa nefndarmenn að hafa
tækifæri til þess að ræða málin
oftlega, og samningsaðilar
þurfa alllaf að halda fleiri eða
færri fundi, áður en samningar
takast. Reynslan er sú, að það
er nærri ógerningur fyrir lækna,
sem Ijúa fjarri Reykjavík, að
sinna slíkum nefndarstörfum.
A Codex Ethicus hafa verið
gerðar tillögur um nokkrar
hreytingar, bæði hvað form og
efni snertir. Samræmisins vegna
hafa greinar verið færðar til
og nýjum hætt við, þannig að
greinarnar eru nú 17 í stað 10
áður.
Laganefndin mun leggja til,
að gefin verði út í einum hækl-
ingi lög félagsins, Codex Ethi-
cus, Genfarheit lækna, Alþjóða-
siðareglur lækna, Helsinki-sam-
þykktin og nokkur íslenzk lög
og reglugerðir, er varða lækna-
stéttina sérstaklega.
(1. Lög 47/1932 um lækn-
ingaleyfi — og hreyting-
ar á þeim.
2. Lög 82/1961 um meðferð
opinberra mála.
3. Læknaskipunarlög, sam-
þykkt á Alþingi 6. maí
1965.
4. Reglugerð um veitingu
lækningaleyfis og sér-
fræðileyfa.)
Kjaramál.
1. Úrsögn L.í. úr R.S.R.R.
var formlega tilkynnt stjórn
B.S.R.R. með hréfi dagsettu
30/7 1964.
Var Randalaginu jafnframt
þakkað fyrir þann stuðning,
sem það hafði veitt félaginu á
liðnum árum, og því árnað allra
lieilla í framtíðinni. Það var vit-
að, að þrátt fyrir úrsögnina
myndi B.S.R.B. verða samn-
ingsaðili fyrir hönd lækna við
ríkisvaldið, a.m.k. þangað til að
BI4M hlyti viðurkenningu sem
slíkur samningsaðili. Stjórn
BIIM vann að þessu máli, en
varð ekki ágengt að þessu sinni.
Þar sem unnið er að endurskoð-
un samninga opinberra starfs-
manria, hefur verið ákveðið að
hera fram nýjar kröfur um
kjarabætur fvrir hönd fastlaun-
aðra lækna. Launanefnd L. R.
hefur gengið frá kröfum fvrir
hönd fastráðinna lækna við spít-
ala og aðrar heilbrigðisstofnan-
ir, en stjórnin fyrir hönd hér-