Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 41

Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 41
H eilbrigðisverkfræði notar verkfræðilegar nálganir til að leysa vandamál í læknis- fræði og lífvísindum. Markmið heil- brigðisverkfræði er meðal annars að stuðla að þróun nýrra lækningatækja, læknisfræðilegra greiningartækja, stoðtækja, gervilíffæra og þróun vefja og líffæra úr stofnfrumum með vefjaverkfræði. Mörg lækningatæki sem okkur þykja sjálfsögð í dag væru ekki til staðar á spítölum nema vegna heilbrigðisverkfræðinnar. Þetta eru tæki til röngtenmyndatöku, hjarta- og lungnavélar, sneiðmyndatæki, blóð- skiljunartæki, tæki til að taka hjarta- línurit og heilarit, gangráðar og ýmsir ígræðlingar notaðir við skurðaðgerðir, svo að nokkuð sé nefnt. Þó svo að heilbrigðisverkfræði sé frekar ný fræðigrein innan verk- fræðinnar má segja að hún hafi fylgt mannkyninu með einum eða öðrum hætti í langan tíma. Nýlega fundu til að mynda þýskir fornleifa- fræðingar 3.000 ára múmíu sem var með gervitá úr tré þar sem stóru tána vantaði; George Washington, fyrsti forseti BNA, var með gervi- tennur úr tré; annar hver sjóræningi í Karabíska hafinu virðist hafa verið með tréfót (ef eitthvað er að marka bandaríska kvikmyndagerð) og snemma á 19. öld rúll- aði franski læknirinn Rene Laenec upp dag- blaði og notaði það til að hlusta á hjartslátt ungrar konu, þar sem honum þótti óviðeig- andi að leggja kalt eyrað á bera bringu hennar. Það leiddi af sér þróun hlustunar- pípunnar. Ein af mörgum áhugaverðum grein- um innan heilbrigðis- verkfræðinnar er vefjaverkfræði. Mark- mið vefjaverkfræðinn- ar er að nota verkfræðilega hugsun til að smíða lífrænan vef og heil líf- færi sem leyst geta af hólmi vefi og líffæri sem verða ónothæf vegna sjúk- dóma, hrörnunar eða áverka. Þetta er gert með því að blanda saman þekkingu úr læknisfræði, lífvísind- um, efnisfræði og verk- fræði og fá úr því nýjar nálganir á læknisfræði- legum vandamálum. Háskólinn í Reykja- vík er stærsti tæknihá- skóli landsins og út- skrifar nú um tvo þriðju hluta allra þeirra sem hljóta háskólagráðu á tæknisviði hér á landi. Árið 2005 hóf Háskólinn í Reykjavík að kenna heilbrigðis- verkfræði til BSc-gráðu og árið 2008 hófst slíkt nám til MSc-gráðu við tækni- og verkfræði- deild skólans. Heil- brigðisverkfræði er vaxandi grein hvar sem stigið er niður. Aldur- samsetning þjóðarinn- ar er að breytast, við lifum lengur og munum gera sífellt meiri kröfur um betri læknisfræðileg úrræði. Heil- brigðisverkfræðingar munu verða mikilvægir í því að leiða áfram þróun slíkra læknisfræðilegra úrræða. Heilbrigðisverkfræði Ný en samt ævaforn grein dr. Ólafur E. Sigurjónsson Höfundur er með doktors- gráðu í stofnfrumulíffræði og ónæmisfræði, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunn- rannsókna í Blóðbankanum og lektor við heilbrigðisverkfræði- svið tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is Þjónustuver 440 7700 • www.ekkigeraekkineitt.is Þjónustuver 440 7700 • www.ekkigeraekkineitt.is Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Ég fékk líka gjöf www.soleyogfelagar.is Merkisspjöldin frá Sóley og félögum hægt að nálgast í IÐU í Lækjargötu 2 og 10-11 Helgin 8.-10. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.