Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 41
H eilbrigðisverkfræði notar verkfræðilegar nálganir til að leysa vandamál í læknis- fræði og lífvísindum. Markmið heil- brigðisverkfræði er meðal annars að stuðla að þróun nýrra lækningatækja, læknisfræðilegra greiningartækja, stoðtækja, gervilíffæra og þróun vefja og líffæra úr stofnfrumum með vefjaverkfræði. Mörg lækningatæki sem okkur þykja sjálfsögð í dag væru ekki til staðar á spítölum nema vegna heilbrigðisverkfræðinnar. Þetta eru tæki til röngtenmyndatöku, hjarta- og lungnavélar, sneiðmyndatæki, blóð- skiljunartæki, tæki til að taka hjarta- línurit og heilarit, gangráðar og ýmsir ígræðlingar notaðir við skurðaðgerðir, svo að nokkuð sé nefnt. Þó svo að heilbrigðisverkfræði sé frekar ný fræðigrein innan verk- fræðinnar má segja að hún hafi fylgt mannkyninu með einum eða öðrum hætti í langan tíma. Nýlega fundu til að mynda þýskir fornleifa- fræðingar 3.000 ára múmíu sem var með gervitá úr tré þar sem stóru tána vantaði; George Washington, fyrsti forseti BNA, var með gervi- tennur úr tré; annar hver sjóræningi í Karabíska hafinu virðist hafa verið með tréfót (ef eitthvað er að marka bandaríska kvikmyndagerð) og snemma á 19. öld rúll- aði franski læknirinn Rene Laenec upp dag- blaði og notaði það til að hlusta á hjartslátt ungrar konu, þar sem honum þótti óviðeig- andi að leggja kalt eyrað á bera bringu hennar. Það leiddi af sér þróun hlustunar- pípunnar. Ein af mörgum áhugaverðum grein- um innan heilbrigðis- verkfræðinnar er vefjaverkfræði. Mark- mið vefjaverkfræðinn- ar er að nota verkfræðilega hugsun til að smíða lífrænan vef og heil líf- færi sem leyst geta af hólmi vefi og líffæri sem verða ónothæf vegna sjúk- dóma, hrörnunar eða áverka. Þetta er gert með því að blanda saman þekkingu úr læknisfræði, lífvísind- um, efnisfræði og verk- fræði og fá úr því nýjar nálganir á læknisfræði- legum vandamálum. Háskólinn í Reykja- vík er stærsti tæknihá- skóli landsins og út- skrifar nú um tvo þriðju hluta allra þeirra sem hljóta háskólagráðu á tæknisviði hér á landi. Árið 2005 hóf Háskólinn í Reykjavík að kenna heilbrigðis- verkfræði til BSc-gráðu og árið 2008 hófst slíkt nám til MSc-gráðu við tækni- og verkfræði- deild skólans. Heil- brigðisverkfræði er vaxandi grein hvar sem stigið er niður. Aldur- samsetning þjóðarinn- ar er að breytast, við lifum lengur og munum gera sífellt meiri kröfur um betri læknisfræðileg úrræði. Heil- brigðisverkfræðingar munu verða mikilvægir í því að leiða áfram þróun slíkra læknisfræðilegra úrræða. Heilbrigðisverkfræði Ný en samt ævaforn grein dr. Ólafur E. Sigurjónsson Höfundur er með doktors- gráðu í stofnfrumulíffræði og ónæmisfræði, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunn- rannsókna í Blóðbankanum og lektor við heilbrigðisverkfræði- svið tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is Þjónustuver 440 7700 • www.ekkigeraekkineitt.is Þjónustuver 440 7700 • www.ekkigeraekkineitt.is Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Ég fékk líka gjöf www.soleyogfelagar.is Merkisspjöldin frá Sóley og félögum hægt að nálgast í IÐU í Lækjargötu 2 og 10-11 Helgin 8.-10. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.