Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1966, Page 43

Læknablaðið - 01.08.1966, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 161 sem skrifstofan veitir, er skattlögð lítils háttar, og gagnar það mikið til greiðslu á auknum kostnaði. Starfsemi Læknafélags íslands hefur auk- izt mjög mikið á skrifstofunni. Hefur samvinnan milli félaganna verið með ágætum, og tekur nú Læknafélag íslands verulegan þátt í kostnaði við skrifstofurekstur, svo sem fram kemur í reikningum félagsins. Ráðizt hefur verið í kaup á talsverðu af húsgögnum á skrifstofuna, bókahillum og vélum. Deilist sá kostnaður milli beggja félaganna. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur gjaldkera okkar, Tómasi Á. Jón- assyni, tekizt að halda svo vel á málum, að reksturshagnaður nemur nokkrum upphæðum á árinu, svo sem hann mun kynna hér á eftir. Starfslið. Verulegur hluti hinna ýmsu framkvæmda félagsins hefur hvílt á herðum þeirra Árna Þ. Árnasonar viðskiptafræðings, framkvæmdastjóra L. R., og Sigfúsar Gunnlaugssonar viðskiptafræð- ings og Guðrúnar Þórhallsdóttur, skrifstofustúlku félagsins. Hat'a þau öll reynzt félaginu ágætustu starfskraftar og sýnt mikla ósérplægni í starfi. Auk þess að annast ýmsar framkvæmdir hafa þeir Árni og Sigfús setið aragrúa funda, bæði í stjórn, meðstjórn og nefndum félagsins, en Guðrún annazt daglegan rekstur skrifstofunnar eins og áður. Á sameiginlegum stjórnarfundi L. R. og L. í. í nóvember síðastliðn- um var tekin ákvörðun um það að ráða framkvæmdastjóra allan dag- inn, sem tæki að verulegu leyti að sér rekstur í samráði við stjórnir og nefndir félaganna. Var miðað við, að framkvæmdastjórinn tækiviðfullu starfi um það leyti, er skrifstofurnar flyttu í Domus Medica. Varð það síðan að ráði, að Sigfús Gunnlaugsson réðst í þessa stöðu til félaganna frá og með aðalfundi, en Árni Þ. Árnason hættir þá framkvæmdastjóra- störfum hjá félaginu frá sama tíma. Vill stjórnin þakka Árna prýðilegt starf. Hann hefur innleitt fjölmargar nýjungar í félagsstarfið og skipu- lagt marga þætti félagsmála, þannig að til fyrirmyndar er. Jafnframt bjóðum við Sigfús Gunnlaugsson velkominn til fullra starfa hjá félög- unum. Lögfræðileg Við allar samningagerðir félagsins, bæði í launamálum aðstoð. og í samningum við sjúkrasamlög og Tryggingastofnun. hefur stjórn félagsins og nefndir þess í æ ríkara mæli not- ið aðstoðar lögfræðinga, og hefur fagþekking þeirra orðið félaginu að ómetanlegu gagni. Svo sem á fyrra ári naut félagið aðstoðar þeirra Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns og Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, og var verkaskipting þeirra svipuð og áður. Benedikt Sigurjónsson var skipaður hæstaréttardómari um síðastliðin áramót og varð því stöðu sinnar vegna að hætta öllum störf- um hjá félaginu. Hefur Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlög- maður fallizt á að taka að sér þær samningagerðir, er Benedikt Sigur- jónsson hafði áður, en til viðbótar mun Sveinn Snorrason lögfræðingur, og félagi Guðmundar á skrifstofu, aðstoða, eftir þörfum, við samninga- gerðir og önnur lögfræðistörf fyrir félögin. Samstarfið við þessa lögfræðinga hefur verið með ágætum, og vill stjórnin flytja þeim fyrir hönd félagsins hinar beztu þakkir fyrir vel unnin störf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.