Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1966, Síða 83

Læknablaðið - 01.08.1966, Síða 83
L Æ Ií N A B L A Ð I Ð 189 BÓKARSPJALL JENS SCHOU: Forordningslœre. Om fremstilling og ordination af lœgemidler. Arnold Busck, Kaupmannahöfn 1966 (137 bls.). Eftir Þorkel Jóhannesson. Bók þessi fjallar um tilbúning og ávísun lyfja, svo sem titill henn- ar bendir til. Höfundur er velkunnur lyfjafræðingur (farmakólóg) í hópi yngri lækna í Danmörku. Sérgrein hans er frásog (absorptíón) lyfja. Bókin er sniðin við hæfi lækna og þá vitaskuld fyrst og fremst ætluð dönskum læknum. Hér ber þess þó vel að gæta, að sama lyfja- skrá (Pharmacopoea Nordica 1963, Editio Danica) og sama lyfseðla- safn og lyfjaforskriftasafn (Dispensatorium Danicum 1963 og DAK 1963) með viðaukum gilda bæði á íslandi og í Danmörku.* Reglur um tilbúning, ávisun og útlát lyfja eru einnig að öðru leyti nálega hinar sömu í báðum löndum. Því er það ætlun þess, er þetta ritar, að bókin eigi einnig nokkurt erindi til islenzkra lækna og hún sé þess virði, að á hana sé minnzt í Læknablaðinu. í 1. kafla er böndum slegið á efnið og það skilgreint í stórum dráttum. í 2. kafla ræðir um tegundir lyfja og lyfjasamsetninga. Kafl- inn endar með eins konar útfararversi yfir hinum klassísku ordi- nationes magistrales. Höfundur skrifar þannig: „Man kan derfor i dag betragte de magistrelle kompositioner som en forældet ordinations- form, som dog endnu vil leve i den mere empiriske traditionsbundne terapi, som f. eks. ved salvebehandling af visse hudlidelser. De magist- relle kompositioner hörte med til den klassiske lægekunst, men má vige for den rationelle farmakoterapi, efterhánden som den kausale terapi vinder frem.“ — Til gamans má hér geta, að höfundur birtir ágætt dæmi um magistrel ordínatíón (sbr. 2. mynd, 31. bls.). 3. og 4. kafli fjallar um lyfjaskrár (farmakópur) og aðrar lögbækur (lyfseðlasöfn og lyfjaforskriftasöfn, sbr. að framan), sem notaðar eru við tilbúning lyfja. Höfundur gerir í stuttu máli grein fyrir þessum bókum. Ættu sem flestir læknar að glöggva sig á þessu efni, enda virðast menn í læknastétt á íslandi gera sér næsta óljósar hugmyndir um tilveru nefndra bóka. í 5. kafla ræðir um Pharmaconomia Danica 1965. Pharmaconomia Danica er handbók í vasabókarbroti og ætluð læknum eingöngu. í henni er getið allra lyfja og lyfjasamsetninga, sem við útgáfu bókar- innar voru talin í Pharmacopoea Nordica og Dispensatorium Danicum. Höfundi farast svo orð um Pharmaconomia Danica: „Under det enkelte lægemiddel nævnes samtlige indholdsstoffer, sável de virkningsmæssigt aktive som de inaktive farmaceutiske hjælpestoffer, disses mængde i præparatet, de aktive stoffers farmakodynamiske virkning, indikatio- nerne for præparatets anvendelse, de almindeligt benyttede doseringer, * Lögbækur þeasar tóku gildi hér á landi 1. apríl 1966. Ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á styrkleika lyfja frá því, sem er í eldri lyfja- skrá. Skrá yfir helztu þess konar breytingar er að finna á 11. bls. í Pharmaconomia Danica 1965.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.