Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 42
242
LÆKNABLAÐIÐ
31. þiiig norrænna lyflækna
verður haldið í Háskóla Islands, Reykjavík, 26.—29. júní
1968.
Drög að dag'skrá:
Miðvikudagur 26. júní kl. 20:
Þing'setning' í Þjóðleikhúsinu.
Fimmtudagur 27. júní kl. 9—12 og 13.30—17:
Aðalefni: Gjörgæzludeildir, fyrirlestrar og um-
ræður.
Föstudagur 28. júní kl. 9—12 og 13.30—17:
Aðalefni: Hóprannsóknir, fyrirlestrar og umræður.
Báða dagana verða fyrirlestrar um önnur efni, ef tilefni
og tími gefst til.
Föstudagur 28. júnl kl. 19:
Samkvæmi að Hótel Sögu.
Laugardagur 29. júní kl. 9.30—12:
Fyrirlestrar um önnur efni.
öllum íslenzkum læknum er boðin þátttaka til áheyrnar
og fyrirlestraflutnings um eigin rannsóknir í samræmi við
dagskrá þingsins.
Tilkynning um fyrirlestra, sem miðast við 15 mínútna
flutningstíma, berist aðalritara þingsins, Sigurði Þ. Guð-
mundssyni, Sólvallagötu 29, Rvík, ásamt úrdrætti, mest
500 orð, fyrir 1. marz nk.
Þátttaka tilkynnist aðalritaranum fyrh’ 1. apríl. Þátt-
tökugjaldið er 765 kr., að viðbættum 575 kr., ef samkvæm-
ið er setið.
Nánar auglýst síðar.