Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 56
252
LÆKNABLAÐIÐ
un um 313 mm Hg. Súrefnið á í nokkrum erfiðleikum að komast
í gegnum veggi blaðranna og inn í háræðarnar, og því verður súr-
efnisþrýstingur í blóði (Pa02) læSri eða um 100 mm Hg. Eðlileg-
ur „A-a 02 diff.“ verður því um 5—15 mm Hg. Ef PaQ er 100
mm Hg eru við venjulegan líkamshita 0.3 ml 02 uppleystir í 100
ml af plasma. Þetta magn stendur í beinu hlutfalli við súrefnis-
þrýstinginn; ef P;iq^ er t. d. 200 mm Hg, þá eru 0,6 ml 02 í 100
ml af plasma. Önnur hlutföll ráða hegðun þess hluta súrefnisins,
sem bundin er hæmoglobini. Hvert hæmoglobinmólekúl getur
mest bundið fjögur mólekúl af súrefni, og súrefnismettun hæmo-
globins (S aQ0 ) er háð súrefnisþrýstingi á vissan hátt. Ef Puq2
er meir en 110 mm Hg, verður hæmoglobin fullmettað, SaQ verð-
ur 100%. Ef PaQ er t. d. 50 mm Hg verður 75% af hæmoglobini
mettað. Hlutfallið milli P;lQ,, og SaQo verður því ekki bein lína,
lieldur S-mynduð kúrfa, þ. e. „dissociationskúrfa“ hæmoglobins.
Við eðlilegt P aQ 100 mm Hg er 97% hæmoglobins mettað og
uppleyst súrefni í plasma er 0,3 vol. %. Við fulla mettun bindur
1 g hæmoglobin 1,34 ml 02. Súrefnismagn blóðsins (02content)
fer því einnig eftir hæmoglobinmagni. Súrefnismagnið er í ml/100
ml blóðs = súrefnismettun X Hb. gildi X 1,34. Súrefnismettun er
mæld með ,,spectrophotometer“, t. d. Beckman, eða „manometr-
iskt“ a. m. Van Slyke.
Súrefnisþrýstingur er mældur með sérstökum 02 elektróðum.
Ekki er sama, hvort mælt er súrefnismettun eða þrýstingur. Betra
er að mæla þrýstinginn og lesa síðan mettunina frá „dissociations-
kúrfunni“. Ástæðan er hin S-myndaða „dissociationskúrfa". Við
háa súrefnismettun er kúrfan næstum lárétt, og örlítil skekkja
í mælingunni veldur mikilli skekkju, er reikna skal súrefnisþrýst-
ing, t. d. ef reikna skal „A-a 02 diff.“ Sama gildir, ef gefið er
hreint súrefni til að athuga, hvort sjúklingur hafi „veno-arterial
shunt“. Jafnvel við stóra „shunts“ verður hæmoglobin fullmett-
að við hreina súrefnisgjöf. Súrefnisþrýstingur getur aldrei orð-
ið meiri en 600 mm Hg, ef eitthvert bláæðablóð kemst fram hjá
lungunum og blandast slagæðablóði.
Koldíoxíd í blóði
Eðlilegur koldíoxídþrýstingur í slagæðablóði (P aQQ2) er um
40 mm Hg. Hann hækkar við hypoventilatio alveolaris, sem er