Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
259
BÓKASAFN DOMUS MEDICA
Verið er að koma upp vísi að tímaritasafni og lesstofu í
húsnæði Domus Medica.
Guðmundur Björnsson, formaður bókasafnsnefndar
Domus Medica, skýrir hér nokkuð frá skipan og tilhögun
safnsins.
1 skipulagsskrá fyrir Domus Medica, sem er staðfest af
forseta Islands 26. apríl 1960 segir í 2. gr.: „Tilgangur stofnun-
arinnar er að reisa og reka félagsheimili íslenzkra lækna og
stuðla þannig að bættri fræðslu og félagsstarfsemi þeirra. Er
ákveðið, að í húsinu verði bókasafn og lesstofur."
Vegna tímabundins skorts á húsrými og fjárhagsörðugleika
er ákveðið, að fyrst um sinn verði aðeins um tímaritasafn að
ræða, með nýjustu tímaritum í sem flestum greinum læknis-
fræðinnar. Er þetta því fyrsti vísir bókasafns í Domus Medica.
Safnið er ekki útlánasafn, heldur er ætlazt til, að rit þess
séu notuð í safninu sjálfu.
Skrifstofa læknafélaganna mun aðstoða við gerð ljósrita af
tímaritagreinum. Öski menn eftir að nota safnið utan venjulegs
opnunartíma, geta þeir fengið lykil á skrifstofu Domus Medica,
og riti þeir þá nafn sitt og komutíma í gestabók safnsins.
Afnot af safninu eru frjáls öllum læknum landsins og öðr-
um, sem viniía heilbrigðisþjónustustörf. Afnot safnsins eru
ókeypis, en Ijósrit af tímaritagreinum eru seld gegn vægu gjaldi
á skrifstofu læknafélaganna.
Tímaritin í safninu eru að mestu leyti gjafir einstaklinga og
sérfélaga innan Læknafélags Reykjavíkur, en einnig nokkur, sem
læknafélögin fá í skiptum fyrir Læknablaðið.
Stjórn Domus Medica og læknasamtökin vilja með safni þessu
stuðla að auknum notum á læknisfræðilegum bókmenntum meðal
lækna og fólks í heilbrigðisþjónustustörfum, jafnframt því að
auðvelda aðgang að þeim.
Ætlunin er, að í safninu verði auk nýjustu tímarita nokkur
kjarni uppsláttarrita og vinnuaðstaða fyrir þá, sem fást við
samningu greina og skýrslna.
Stjórnendur safnsins vilja mælast til þess af sérgreinafélög-
um, sem og einstaklingum, að þeir sýni þessari tilraun velvilja og
skilning.