Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 40

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 40
240 LÆKNABLAÐIÐ lyfjafræðinga (þar með taldir lyfsalar), einn úr hverjum hópi. Með þessu móti ætti að vera tryggt, að flestir þeir, sem heilbrigðisþjónustu sinna og sérfræðilega þekkingu hafa. á því sviði, geti komið skoðunum sínum á framfæri. Slíkt ráð gæti þannig vafalaust, ef því væri vel stýrt, haft ómetanlegt gildi fyrir þróun þessara mála hér á landi. Margt er þó annað í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar en yfir- stjórn þeirra, sem þarfnast end- urskoðunar. Má hér til nefna könnun á nýtingu starfskrafta lækna á spítölum, svo og könn- un á rekstri spítala almennt og notagildi þeirra fjármuna, sem til þess er varið. Þá þurfa lækn- ar og í sínum hópi að taka siða- mál stéttarinnar, bæði innbyrð- is og út á við, upp til íhugunar. 1 síðasta hefti var hér í þessum dálkum bent á brýna þörf auk- ins samstarfs milli spítala. Loks má benda á endurskoðun al- mennrar læknisþiónustu, en hennar er og brýn þörf. ENN UPP í STÓRHOLT I dálkum þessum er áður um það rætt, hve mjög var úr lagi færð lyfjasala í Reykjavík og nágrenni, þegar reglugerð um afgreiðslutíma lyfjabúða tók gildi 10. ágúst 1966. Samkvæmt reglugerð þessari var kvöld- varzla í apótekum lögð niður að heita mátti og næturvarzla með öllu. Kvöld- og nætursölu lyfja var ætlaður staður í Stórholti 1. Skyldu þar vera nokkrar birgð- ir liðlega 40 lyfja. Öll önnur lyf voru, ef að líkum lætur, talin ónauðsynleg um nætur. Þá var og á það drepið, hverja aftur- för útsalan í Stórholti boðaði í lyfsölumálum Hafnfirðinga og Kópavogsbúa. Ráðsmennska þessi virtist öll vera furðulegri en svo, að rétt- um orðum mætti um fara. Ai- menn skynsemi virtist því ein- dregið mæla með, að skjótlega yrði brugðið á betra ráð, þannig að lyfjasala færi fram í aö minnsta kosti einni fullbúinni lyfjabúð um nætur. Hér hefur lítil breyting orðið á. Eitthvað mun þó hafa verið gaukað af nýjum lyfjum í safn- ið í Stórholti, enda þótt form- lega hafi ekkert verið um það tilkynnt. Með reglugerðarbreyt- ingu frá 11. september 1967 er reyndar kveðið svo á, að í Reykjavík skuli tvær lyfjabúðir í senn vera opnar til kl. 21. Þannig verður að vísu ekki neitað, að hér hafi orðið á nokk- ur breyting ti! batnaðar. Furðu- leg er hins vegar augljós tregða við að breyta lyfjasölu um næt- ur í eðlilegt horf. Enn verður að vona, að mál þessi verði te'k- in til vandlegrar endurskoðunar á næstunni.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.