Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 50
246
LÆKNABLAÐIÐ
ar um munnstykki í spirometer, sem inniheldur loft, súrefni
og þekkt magn af helíum. Er endurteknar mælingar sýna, að
jafnvægi hefur náðst á heliuminnihaldi í lungum og spirometer,
er hægt að mæla TLC við mestu innöndun og RV við mestu út-
öndun. 1 sama tilgangi er stundum notaður „plethysmograph"
(body plethysmograph). Hann mælir ekki aðeins loftmagnið í
öndunarvegum, heldur allt loftmagnið í brjóstholi, t. d. einnig
loftmagnið í emphysemblöðrum.
Yfirleitt ber þessum aðferðum vel saman, en ýmsir tækni-
legir örðugleikar eru óleystir við plethysmografiu. Sjúklingur
situr í lokuðum kassa; hann andar um munnstykki, sem loka
má skyndilega. Loftið í lungunum þrýstist saman, um leið og
loftið í plethysmografinum þenst út, og öfugt. Rúmmálsbreyt-
ingar í plethysmografinum eru skráðar sem þrýstingsbreytingar.
Jafnframt eru þrýstingsbreytingar í öndunarvegum mældar, og
er þá samkvæmt Boyleslögmáli unnt að reikna loftmagnið í brjóst-
holi.
1 lungunum eru um 300 milljón blöðrur (alveoli), og þær
liggja mislangt úti í þeim. Mótstaðan gegn loftstraumnum verður
einnig mismunandi hjá hinum ýmsu lungnablöðrum. Eðlilegt er
því að ventilatio þessa fjölda blaðra verði mismunandi, jafnvel
í heilbrigðum lungum, og flestir lungnasjúkdómar auka þennan
mismun. Hægt er að sýna fram á þessa ójöfnu loftskiptingu milli
hinna ýmsu blaðra með „single breath“-aðferðinni: Sé andað að
sér hreinu súrefni, blandast það loftinu frá lungnablöðrunum.
Síðan má mæla rúmmál útöndunarlofts og köfnunarefnisinni-
hald þess. Mismunur köfnunarefnisinnihalds við hin ýmsu rúm-
mál, t. d. 750 ml og 1250 ml, er mælikvarði á blöndun loftsins frá
blöðrunum og ójafna ventilatio alveolaris.
Bronkospirometria
Bronkospirometria er notuð, er afla þarf upplýsinga um
ventilatio og súrefnisupptöku hvors lunga um sig. Notuð er sér-
stök tvískipt slanga, sem færð er niður í barka. Endi hennar
liggur í vinstri aðalberkju; henni er síðan lokað með uppblás-
inni blöðru og önnur slík lokar barkanum rétt fyrir ofan carina.
1 slöngunni eru tvær rásir og opnast önnur í vinstri aðalberkju,
en hin í barka. Á þennan hátt er hægt að mæla súrefnisupptöku
og ventilatio hvors lunga um sig. Með þessari aðferð hefur verið
sýnt, að hægra lunga sér um 55% af súrefnisupptöku og ventilatio.
Bronkospirometria er allvandasöm og óþægileg fyrir sjúkl-