Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 64
256 LÆKNABLAÐIÐ fóru þeir að beita skurðlækningum í meðferð iiðagiktar, að vísu 1 smáum stíl fyrst, en reynslan þótti sýna, að sú meðferð átti rétt á sér, samhliða lyfjameðferð. Fóru þeir því að færa sig upp á skaftið með aðgerðir, og brátt fóru að berast fregnir af gerðum þeirra, sem urðu öðrum til uppörvunar. Þeim höfðu verið sköpuð skilyrði, sem hvergi áttu sinn líka. Það ásamt áræðni og hæfni þessara tveggja manna hefur gert það að verkum, að nú standa Finnar í fremstu röð um rannsóknir og meðferð liðagiktar. Gestabók sjúkrahússins ber þess ljóst vitni, að margir koma til Heinola til þess að kynnast starfsem- inni þar. Bæði hefur það kosti og galla í för með sér að hafa slíkt sjúkra- hús sem miðstöð fyrir lækningu liðagikt^r í svo stóru landi sem Finn- land er. Reynslan, sem einstakir læknar fá í meðferð liðagiktar, verð- ur meiri en ella. Hins vegar er um langan veg að fara fyrir hina sjúku og yfirsýn yfir árangur verður erfið vegna fjarlægða. Að vísu er liða- gikt þannig sjúkdómur, að sömu sjúklingarnir koma gjarnan oftar en einu sinni til meðferðar. Fæst þannig í mörgum tilvikum yfirsýn yfir árangurinn. Árlega koma í sjúkrahúsið um 1800 sjúklingar, en gert er ráð fyrir, að hver sjúklingur, sem þangað kemur, dveljist þar í þrjá man- uði. Nokkrir eru þó skemur, en fáir lengur. FjöJdi innlagðra sjúklinga hefur ekki breytzt, en aðgerðum hefur fjölgað ár frá ári, og urðu þær 2500 árið 1966. í lok þess árs voru þær orðnar 17000 alls frá upphafi. Kauko Vainio hefur því hlotið mikla reynslu á sviði skurðlækn- inga við liðagikt. Með lionum starfa nú þrír skurðlæknar. Sjúkrahúsinu er ekki skipt í deildir, að því er lyfjameðferð eða skurðlækningum viðvíkur. Flestar deildirnar hafa 43 sjúkrarúm. Á hverri deild er einn deildarlæknir, sem er sérfræðingur í giktarlækn- ingum (rheumatolog), en skurðlæknir kemur á deildina tvisvar í viku og skoðar þá sjúklinga, sem deildarlæknir telur líklega til þess að hafa gagn af aðgerðum. Árið 1966 hlaut helmingur sjúklinganna handlæknismeðferð. Til þess að sýna þróun skurðlækninga við liðagiktarsjúkrahúsið i Heinola hef ég tekið saman skrá um fáeinar aðgerðir, en á þessum árum hefur sjúklingum ekki fjölgað; sjá enn fremur línurit. Um lyfjameðferð brestur mig kunnugleika til að gel'a tæmandi lýsingu, en eftir því sem ég komst næst, munu helztu aðferðir vcra þessar: a) Acstylsalicylsýra er enn algengasta lyfið; notuð í húðuðum (entero- coated) töflum. b) Chloroquin kemur þar næst. c) Gull er stöðugt notað og með góðum árangri. d) Phenylbutazon nota þeir mikið. Sé ekkert til fyrirstöðu, er byrj- að með allt að 600 mg á dag. Sjáist árangur fljótlega, er viðhalds- skammtur 200 til 400 mg á dag, langtímum saman, jafnvel svo að árum skipti. Hafa þeir ekki orðið fyrir áföllum af þessari með- ferð, ef farið er að með gát. e) Ekki er hafin cortison-meðferð á sjúkrahúsinu. En reynt að draga úr cortison-skömmtum og helzt að hætta við þá. Cortison er samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.