Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1967, Síða 50

Læknablaðið - 01.12.1967, Síða 50
246 LÆKNABLAÐIÐ ar um munnstykki í spirometer, sem inniheldur loft, súrefni og þekkt magn af helíum. Er endurteknar mælingar sýna, að jafnvægi hefur náðst á heliuminnihaldi í lungum og spirometer, er hægt að mæla TLC við mestu innöndun og RV við mestu út- öndun. 1 sama tilgangi er stundum notaður „plethysmograph" (body plethysmograph). Hann mælir ekki aðeins loftmagnið í öndunarvegum, heldur allt loftmagnið í brjóstholi, t. d. einnig loftmagnið í emphysemblöðrum. Yfirleitt ber þessum aðferðum vel saman, en ýmsir tækni- legir örðugleikar eru óleystir við plethysmografiu. Sjúklingur situr í lokuðum kassa; hann andar um munnstykki, sem loka má skyndilega. Loftið í lungunum þrýstist saman, um leið og loftið í plethysmografinum þenst út, og öfugt. Rúmmálsbreyt- ingar í plethysmografinum eru skráðar sem þrýstingsbreytingar. Jafnframt eru þrýstingsbreytingar í öndunarvegum mældar, og er þá samkvæmt Boyleslögmáli unnt að reikna loftmagnið í brjóst- holi. 1 lungunum eru um 300 milljón blöðrur (alveoli), og þær liggja mislangt úti í þeim. Mótstaðan gegn loftstraumnum verður einnig mismunandi hjá hinum ýmsu lungnablöðrum. Eðlilegt er því að ventilatio þessa fjölda blaðra verði mismunandi, jafnvel í heilbrigðum lungum, og flestir lungnasjúkdómar auka þennan mismun. Hægt er að sýna fram á þessa ójöfnu loftskiptingu milli hinna ýmsu blaðra með „single breath“-aðferðinni: Sé andað að sér hreinu súrefni, blandast það loftinu frá lungnablöðrunum. Síðan má mæla rúmmál útöndunarlofts og köfnunarefnisinni- hald þess. Mismunur köfnunarefnisinnihalds við hin ýmsu rúm- mál, t. d. 750 ml og 1250 ml, er mælikvarði á blöndun loftsins frá blöðrunum og ójafna ventilatio alveolaris. Bronkospirometria Bronkospirometria er notuð, er afla þarf upplýsinga um ventilatio og súrefnisupptöku hvors lunga um sig. Notuð er sér- stök tvískipt slanga, sem færð er niður í barka. Endi hennar liggur í vinstri aðalberkju; henni er síðan lokað með uppblás- inni blöðru og önnur slík lokar barkanum rétt fyrir ofan carina. 1 slöngunni eru tvær rásir og opnast önnur í vinstri aðalberkju, en hin í barka. Á þennan hátt er hægt að mæla súrefnisupptöku og ventilatio hvors lunga um sig. Með þessari aðferð hefur verið sýnt, að hægra lunga sér um 55% af súrefnisupptöku og ventilatio. Bronkospirometria er allvandasöm og óþægileg fyrir sjúkl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.