Læknablaðið - 01.04.1968, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ
5,1
PÉTUR JÓNSSON
LÆKNIR
IIM IUEIVBORIAIU
Hann varð bráðkvaddur á heimili
sinu liinn 10. marz sl. Fyrir fimm
til sex árum veiktist hann af gall-
steinum og varð að ganga undir
erfiðar aðgerðir. Eftir það náöi
hann aldrei fullri heilsu, en gegndi
þó fullum störfum lil dauðadags.
Banamein hans mun hafa verið
hjartahilun (infarct. myocordii).
Pétur Stefán Jónsson — en svo
hét hann fullu nal'ni —, var fædd-
ur að Syðri-Þverá í Vesturhópi
hinn 9. nóvember árið 1900 og
komst því á 68. aldursár. Foreldrar
lians voru Jón Hansson, bóndi þar,
og kona hans, Þorbjörg Sigurðar-
dóttir, bónda að Klömbrum í
Vesturhópi. Um ætt lians er mér
ókunnugt annað en það, að langafi hans í föðurætt var Natan
Ketilsson, hinn gáfaði, en brokkgengi bóndi á Illugastöðum á
Vatnsnesi, er fékkst mikið við lækningar, eins og kunnugt er, og
var að sögn í miklu áliti sem læknir, þótt viðsjáll þætti hánn að
öðru leyti.
Pétur Jónsson lauk kandídatsprófi við Iláskóla Islands i júni
1926 og réðst þá staðgöngumaður héraðslæknisins í Vestmanna-
eyjum til hausts. Þá fór hann námsferð utan fram á mitt ár 1S)27,
en gerðist síðan starfandi læknir á Siglufirði fram í apríl 1928.
Eftir bað var hann starfandi læknir á Akurevri til dauðadaos,
nema hvað hann réðst staðgöngumaður héraðslæknisins í Sauðár-
krókshéraði fyrri helming ársins 1929.
Fyrstu ár sín á Akureyri var Pétur jafnframt aðstoðarmaður
hjá Steingrími Matthíassyni, þáverandi héraðs- og sjúkrahúslækni.
En eflir að Steingrimur lét af störfum og þar til núverandi sjúkra-
húslæknir tók við, vann Pétur um tíma upp á eigin spýtur