Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ
57
Sævar Halldórsson:
BLÓÐSYKURSKORTUR í BÖRNUM
Aðeins eru örfá ár, síðan athygli lækna fór fvrst að beinast
að blóðsykurskorti (hypoglycaemia) í börnum, og kom þá fljót-
lega í ljós, bversu algengt vandamál þetta er, einkum meðal ný-
fæddra barna. Þessa uppgötvun má að miklu leyti þakka Corn-
blatb við háskólann í Illinois og öðrum, sem bafa unnið mikið
brautryðjendastarf með rannsóknum sínum á blóðsykurskorti í
börnum.
Þó að blóðsykur í nýfæddu barni hafi fyrst verið mældur árið
1913, liðu mörg ár, þar til menn gerðu scr grein fyrir því, að
blóðsvkurskorlur er liltölulega algengur í ungbörnum. Rannsóknir
bafa leitt í ljós, að 3 af hverjum 1000 nýfæddum og 50 af hverjum
1000 fyrirburðum lai tímabilsbundinn blóðsykurskort á fyrstu
dögum ævinnar. Ónákvæmar rannsóknaraðferðir kunna að bafa
valdið nokkru um töf J)á, sem varð á því, að vandamál þetta blyti
almenna viðurkenningu, þar eð áður fyrr var það venja að mæla
öll súreyðandi efni (total reducing substances) i blóði, en ekki
sannan blóðsykur (true glucose), eins og nú er víðast gert.
Á undanförnum árum hefur mikil áberzla verið lögð á nauðsyn
])ess að greina og lækna blóðsykurskort í börnum í tæka tíð og
koma þannig í veg fyrir alvarlegar heilaskemmdir, sem eru óbjá-
kvæmilegar, ef ekkert er aðhafzt.
Hér á eftir verða raktar sjúkrasögur tveggja barna, sem J)jáð-
ust af blóðsykurskorti og voru rannsökuð vegna J)ess á barna-
deildinni á Massachusetts General Hospital í Boston. Þær veita
nokkra bugmynd um einkenni þau, er börn J)essi bafa, og eru
um leið góð dæmi um meðferð og rannsóknir J)ær, sem nauð-
synlegt er að framkvæma. Síðan verður rætt um sjúkdóma J)á,
sem vilað er, að geti valdið blóðsykurskorti í börnum.
Sjúkrasaga 1
B. M. (MGH. 1307280) var lögð inn á sjúkrahúsið, Jægar bún
var Jmiggja daga gömul. Móðirin var hraust á meðgöngutímanum,
nema livað lnin var álitin bafa mjög vægan forboða fæðingar-
krampa (pre-eclampsia) og var því gefið Rautarax-N, sem er sam-
bland af thiazide og rauwolfia.